Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 79
Eins og d vígvelli skemmtisaga geri lesanda sitt tilætlaða gagn þarf hann vita að hverju hann getur gengið í bókinni. Það kann með köflum að virðast mjótt á munum með skáld- og skemmti- bókmenntum. Má til sannindamerkis nefna höfund eins og Graham Greene sem einatt skrifar um sakamál og njósnir og sjálfur skipti sögum sínum lengi frameftir í tvennt, skáldsögur og skemmtisögur. Vel má hafa þá skoðun að skemmtisögur hans séu aldeilis ekki síðri verk en skáldsögurnar. Um svipað leyti og Greene kom fram voru uppi höfundar af hinum svonefnda raunsæ- islega ameríska skóla: Dashiell Hammett, Raymond Chandler, Ross Mac- Donald eru þrír alkunnir höfundar sem margir lesendur og gagnrýnendur meta mikils sem skáldsagnahöfunda á meðal annarra. Samt held ég að mörgum frómum lesanda þætti langt gengið ef farið væri að leggja Hammett og Chandler að líku við t. d. Faulkner og Hemingway, og enginn hefur svo vitað sé farið fram á nóbelsverðlaun þeim til handa. Vel að merkja hefur Graham Greene aldrei fengið þann frama heldur þótt hann hafi árum og áratugum saman verið nefndur til verðlaunanna. Engin önnur grein skemmtibókmennta held ég að komist eins nærri því og sakamálasagan að njóta viðurkenningar sem réttnefndar bókmenntir. Kannast að minnsta kosti ekki við neina ástarsögu né ástarsöguhöfund sem sambærilegrar viðurkenningar njóti við þá höfunda sem ég nefndi áðan eða marga aðra sem nefna mætti. Saga um glæp eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö er almennt talið að sé raunsæislegt verk, róttækt og jafnvel byltingarsinnað í boðskap sínum, hver saga um sig og flokkurinn í heild. Vel má spyrja hvort unnt sé að hugsa sér á sama máta raunsæja, róttæka og byltingarsinnaða ástarsögu. Það má vera að hægt sé að hugsa sér það. En ekki veit ég til að slíkar sögur hafi komið fram á bókamarkaðnum. Um skemmtibókmenntir okkar tíma, allt frá því á öldinni sem leið og fram á þennan dag, er nokkurnveginn marklaust að tala nema gera sér sem skýrasta grein fyrir vörueðli þeirra. Þetta eru bækur og bókmenntir sem spanna mjög vítt svið fjölmiðlunar, frá viðurkenndum skáldbókmenntum til vélvæddrar stóriðju í bókagerð. Og þær eru náskyldar ýmiskonar afþreying- ar- og vitundariðnaði öðrum og fer fram í blöðum og tímaritum, bíó og sjónvarpi og nú síðast vídeósnældum. Sem vara á menningarmarkaði eru þær augljóslega afrakstur almennrar þjóðfélagsþróunar undanfarin hundrað til tvöhundruð ár, framvindu og framfara sem orðið hafa í tækni, efnahag og menntun á vestrænu menningarsvæði. Vísast eru skemmtibókmenntir, sem skáldskapur, umfram allt íhaldssamar í eðli sínu — frásagnarhættir þeirra, úrval og úrlausn frásagnarefna, manngildismat og hugmyndaheimur sem þar birtist. En jafnframt eru þær undirorpnar breytingum og þróun, eftir breyttri tækni fjölmiðlunar og breyttum háttum á menningarmarkaði, 573
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.