Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar breytilegum áhugamálum, þörfum og hagsmunum á meðal lesenda á hverj- um tíma; eftir tísku og tíðaranda. Þótt ýmsar undantekningar séu til er það vitanlega ekki nema sáralítill hluti af öllum þessum bókum sem nýtur neins snefils af bókmenntalegu áliti né viðurkenningar sem skáldskapur væri; þvert á móti eru afþreyingar- og skemmtibókmenntirnar einatt orðlagðar sem andstæða hins góða skáld- skapar. Þótt stöku sinnum virðist mjótt á mununum, um einstakar bækur og höfunda, á milli skáld- og skemmtibókmennta, er í orði og verki, almenningsáliti og að opinberu mati heilt djúp staðfest á milli þeirra sem vörutegunda á menningarmarkaði. Enda hygg ég að það sé bábilja, þótt hún heyrist stundum, að skemmtibókmenntirnar komi með einhverju móti í staðinn fyrir eða séu jafnvel að útrýma fyrir sér annarskonar og betri bókmenntum. Aftur á móti bætast þær við þær bókmenntir sem fyrir voru og hinar viðurkenndu skáldbókmenntir samtímis sér, sumpart á meðal hinna sömu lesenda, en sumpart á meðal lesenda sem ella læsu engar bækur og félagshópa sem áður fyrr áttu lítinn eða alls engan aðgang að bókum og bókmenntum. Það er enganveginn sjálfsagt mál að skemmtibókmenntir hafi sama takmark og tilætlun, þykist gera lesanda sínum neitt hið sama gagn sem okkar mikilsvirtu skáldbókmenntir gera. Hitt er aftur á móti auðvitað að með breyttum menningarástæðum og þjóðfélagsháttum að öðru leyti breytist einnig hlutverk, gildi bóka og bókmennta frá því sem áður var. Skemmtibókmenntirnar eru á meðal þeirra lífsgæða sem almenningi bjóðast í neyslusamfélagi okkar daga. Og að endingu mest undir lesanda sjálfum komið hvaða mat hann gerir sér úr þeim. 2 Hvað er sakamálasaga og hvernig greinist hún frá öðrum skáldsögum? Hvað skilur á milli skáldbókmennta og skemmtibókmennta, hvað eiga skemmtibókmenntir okkar tíma líkt og skylt við sagnaskemmtun fyrri alda? Þetta eru auðvitað meiri mál en svo að unnt sé að fara út í þau hér. En allir vita hvað sakamálasaga er: saga um glæp, sem jafnan er morð eða manndráp, aðdraganda og uppljóstrun hans og afdrif glæpamannsins. Sakamálasaga byrjar með morði og lýkur með uppljóstrun þess og yfirleitt kemur þá fram um leið refsing á morðingjanum. Að vísu vitum við lesendur þeirra líka að það eru ekki efnisatriði eins og þessi sem skera úr og gera sögu að sakamálasögu. Engum dettur í hug í neinni alvöru að kalla skáldrit eins og til dæmis Odipús kóng, Gísla sögu Súrssonar, Hamlet, Glæp og refsingu, eða Svartfugl eftir Gunnar Gunnars- son, sakamálasögur í þessum skilningi og leggja þar með höfunda þeirra að 574
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.