Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 105
mennska mannanna er eða verður fólg- in: „Abyrgð okkar er þannig miklu meiri en við getum gert okkur í hugar- lund, vegna þess að hún skuldbindur mannkynið allt“ (sama rit bls. 26). Þessar athugasemdir þeirra Brynjólfs og Sartres nægja að sjálfsögðu ekki til að sýna að kenningin um sjálfsákvörðunina sem blekkingu sé alröng, einungis að hún virðist útiloka ábyrgð mannsins og gera líf hans að markleysu. Nú er hvorki hægt að sanna eða afsanna veruleika frelsis með einfaldri skírskotun til stað- reynda um breytni manna eða hugsun, vegna þess að valið á staðreyndum ákvarðast fyrirfram af því hvort gert er ráð fyrir veruleika frelsis eða honum hafnað. Við eigum þess því kost, að því er virðist, að lýsa veruleika mannsins annaðhvort í ljósi þeirrar hugmyndar að hann sé frjáls eða seldur undir blind lögmál. Og lýsingarnar hljóta að stang- ast algerlega á. Hvernig er unnt að leysa þessa grundvallarmótsögn? I reynd stöndum við frammi fyrir tvenns konar skilningi á veruleikanum: Annars vegar er veruleikinn skilinn sem lögbundin heild sem maðurinn er hluti af og lýtur í hugsun sinni og breytni. Hins vegar er litið svo á að veruleiki mannsins sé sjálfstæður og háður sjálfs- ákvörðunum manna en óháður framandi lögmálum. Mótsögnin sprettur af ein- hvers konar tvískiptingu í veruleika- hugtakinu. En hvers eðlis er þessi tví- skipting? Ef við fáum skilið það, þá höf- um við fundið leið til að leysa mót- sögnina. Nú vill svo til að bæði Brynj- ólfur og Sartre hafa talið sig hafa fundið slíka leið til lausnar vandanum. Þeir telja sig báðir hafa skilið hvers konar tvískipt- ing liggur honum til grundvallar og geta í ljósi þess sýnt frammá að mótsögnin sé sprottin af misskilningi. En hér skilja Umsagnir um b<ekur líka leiðir þeirra og djúpstæð ágrein- ingsefni taka við. Ágreiningurinn lýtur fyrst og fremst að því hvernig beri að hugsa sér tengsl vitundar og hlutveruleika. Lítum nú nánar á þetta. Eg hef áður bent á að veruleikinn sjálfur sé í vissum skilningi ór<eður. Um leið og við förum að ræða um hann höfum við tengt hann vitund okkar og hugtökum. Spurningin er hvaða ályktun beri að draga af þessu: Getum við þá ekkert vitað um veru- leikann sem slíkan? Er öll þekking okk- ar á honum afstæð við vitund okkar? Og ef svo er, hvað merkir þá þetta afstæði veruleikans við vitund mannsins? Þessum spurningum öllum svara þeir Brynjólfur og Sartre á ólíka vegu. Að dómi Sartres getum við ekki vitað neitt um veruleikann sem slíkan því að til þess þyrftum við að rjúfa hann úr tengslum við vitundina. Veruleiki sem ekki er tengdur vitundinni er gjörsamlega ó- ræður: Hann bara er og um hann getum við ekkert sagt annað sem hefur merk- ingu, hann er því í bókstaflegum skiln- ingi óskiljanlegur. Ef við leiðum nú hug- ann að vitundinni og spyrjum um veru- leika hennar, þá er annað uppá teningn- um: Vitundin er ekki með sama hætti og neitt annað sem er í heiminum. Ef við reynum að skoða hana eina sér og án tengsla við aðra hluti í heiminum, er hún gersamlega í lausu lofti og því einnig óræð. Um hana getum við ekkert sagt annað en það að hún er ekki hlutur í heiminum, að hún er ekkert af heimin- um. Hér höfum við skýringuna á titlin- um á frægasta riti Sartres, Vera og neind (1943): Vera merkir hér veruleika hlut- anna sem eru það sem þeir eru og ekkert annað og því óræðir sem slíkir, neind merkir á hinn bóginn veruleika vitund- arinnar sem er ekkert af heimi hlutanna, 599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.