Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 36
Tímarit Máls og menningar laggott í efnisyfirliti sínu um það verk, sem Kenning um skáldsöguna átti að vera inngangur að og sem auðvitað átti að fjalla um Dostójefskí: „Að fremja sjálfsmorð eða að breyta heiminum."12 Það er sagt að ekki hafi munað miklu, en Lukács tók síðari kostinn og gerðist róttækur marxisti. Aldarfjórðungi síðar skrifar Lukács enn á ný um þroskasögu Vilhjálms, og aftur hefur viðhorf hans breyst: „Þróunarferill mannkyns er ekki harmsögulegur, en hann felst í óslitinni röð harmsögulegra viðburða,“15 skrifar Lukács 1945 og telur sig vera að lýsa lífsskoðun Goethes. En ná þessi orð ekki alveg eins vel yfir viðhorf hans sjálfs til stalínismans? Aratug fyrr hafði hann í ritinu Goethe og tími hans kallað Námsárin merkilegustu skáldsögu sem skrifuð hafi verið á tímamótum 18. og 19. aldar. Hann hælir einkum mannlýsingunum, sem hann telur að sameini hið einstaka og almenna sérstaklega vel, en það var að hans dómi aðal raunsærra skáld- sagna. Bókin er sögð hátindur þeirrar viðleitni frásagnarlistarinnar að tengja flækjur sálarlífsins þróun samfélagsins. Lukács fellst fúslega á að síðari tíma raunsæismenn hafi verið Goethe hæfari í að ,setja saman' sögur, bygging verka þeirra sé heilsteyptari, en segir jafnframt að enginn taki honum fram í að greina það sem máli skiptir í mannlegu streði, lýsa viðleitni til að lifa í anda hugsjónar húmanismans. Hjá Goethe er þróun persónuleikans „raunveruleg þróun áþreifanlegs fólks við hluttækar (kon- kretar) aðstæður“M, og í lok Námsáranna birtast lesanda bestu þættir hins borgaralega samfélags, jafnvel þótt sú lokamynd sé staðleysa, útópísk. Goethe heldur á þessum tíma fast við hugsjónir sínar í afturhaldsömu samfélagi, rétt einsog Lukács heldur fast í sósíalískar hugmyndir sínar í Sovétríkjum 4. áratugarins, og bælir með sér efasemdir um stalínismann. Báðir þreyja þorrann. Mismunandi viðhorf Lukácsar til Námsáranna sýna, líkt og mörg önnur hugmyndarýni, öðru fremur þróun gagnrýnandans. I fyrsta dæminu sem hér var tekið gætir síðrómantískrar einstaklingshyggju og tilheyrandi fyrirlitningar á hversdagslífinu, á þriðja áratugnum er Lukács virkur sem róttækur sósíalisti, á þeim fjórða sættist hann við veruleika stalínismans og hættir beinum afskiptum af stjórnmálum — Goethe verður fyrirmynd. Um leið reynir hann að halda sér í vissri fjarlægð frá pólitískum praxís stalínstímans með því að stofna sitt eigið menningarlega Weimar langt frá Potsdam Stalíns, svo vísað sé til stöðu Goethes sjálfs sem óhultur gat fágað sínar hugsjónir, rætt við skáldbræður sína og brugðið sér á skauta með hefðarmeyjum í því litla hertogadæmi Weimar, í hæfilegri fjarlægð frá sjálfri háborg Prússaveldis, Potsdam. Sem fyrr segir hefur Vilhjálmur Meister fundið jafnvægi í lok Námsár- anna. Hann er kominn í bland við framúrskarandi fólk sem sameinar 530
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.