Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar — Gæti verið verra, þrumaði afinn. Guðmundur skósmiður roðnaði af gleði og reyndi án árángurs að leyna ánægju sinni, en það var sama hvernig hann saumaði varirnar saman, alltaf rifnaði útúr og myndaðist það sem drengnum fannst heimskulegt bros. — Þetta er bara svo andskoti væmi þótt það ræmi sæmi, sagði afinn, og ekki beinlínis frumlegt að yrkja um mikla rigníngu sem drekkir öllu kviku nema einum kalli og einni kellíngu og tveim skepnum af hverri tegund. — Kvæðið er gott, sagði Lárus með áherslu og bauð vindla. Sjálfur reykti hann ekki. — Guðmundur gæti kannski ort ef ekki væri helvítis trúarruglið á honum, sagði afinn og blés frá sér stórum reykjarbólstrum. Það fer með allt til andskotans að vera að hengja sig í Guð sem enginn hefur séð utan einn strákur sem var krossfestur fyrir vikið. Rakarinn stakk hendi inní fuglabúrið, blístraði einsog hann væri að kalla til sín páfagauk, og það var engu líkara en brúna flaskan flygi á hendina á honum og þaðan yfirá borðið þarsem hún settist. Eitt staup til viðbótar kom fljúgandi útúr skápnum í horninu með glerhurðunum. — Sælgæti fyrir únga menn, sagði rakarinn, ilmandi púrtari, versgú minn herra! Hann hellti í fjórða staupið og ýtti því fram fyrir drenginn. — Vesgú! sagði rakarinn og brosti svo röð af hvítum, undarlega smáum tönnum beraðist. Drengurinn lyfti staupinu að vitum sér. — Fýla, sagði hann. — Farðu heim að éta siginn fisk, rumdi í afanum. — Rektu í það túnguna, sagði rakarinn. — Vont, sagði drengurinn þegar hann hafði stúngið túngunni í vökvann. — Hálfviti, sagði afinn. — Ekkert að marka fyrsta bragð, sagði rakarinn, reyndu aftur. — Vertu samkvæmishæfur drengsúla! þrumaði afinn. Drengurinn lyfti staupinu og tæmdi það í einum teyg. — Vertu þá kyrr og hagaðu þér eins og maður, sagði af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.