Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
kappkosta að rjúfa seið listaverksins, með því að láta galdur þess liggja í
augum uppi. Hið furðulega hefur þá gerst: gagnrýnin hefur sjálf orðið að
sérstakri listsköpun, galdri, eftir því sem hún reyndi ákafar að kanna galdur
listaverksins. Gagnrýnin hefur stöðugt fjarlægst hinn endalausa leik listar og
gagnrýni í blindgötu. I þeirri blindgötu hefur oft ríkt frjósöm ánægja,
deilur. Listin og gagnrýnin finna frið í stríðinu.
En að undanförnu reynir allt að vera eigin spegilmynd: skáldsagan reynir
að vera öfug mynd sín, gagnrýnin gagnrýni en um leið gagnrýni á gagn-
rýnina. Hollt er talið að sjómenn lesi sjómannabækur, bændur sveitasögur,
konur kvennasögur. Allt er eins og hundur að elta skott sitt en ekki skottið
á tíkinni. Eðlilegast er talið að hver grafi sína eigin gröf.
Sjálfur hef ég reynt að fjalla um dauðadóminn sem listamaðurinn kveður
yfir sjálfum sér, í skáldverki sem er um leið ritdómur: Sögunni af mannin-
um sem fékk flugu í höfuðið. Aður en lesandinn opnar bókina sér hann
framan á henni á bak rithöfundarins, líti hann á baksíðuna sér hann framan í
hann. Þannig er öllu snúið við. Með þessu er gefið í skyn að rithöfundurinn
skíni í gegnum verk sitt. I verkinu grefur rithöfundurinn sér gröf af ánægju
og þreki.
Listamaðurinn óttast gagnrýnandann, á svipaðan hátt og slóttugur sjúkl-
ingur geðlækni. Ottinn stafar af ótta listamannsins við nekt sína, þótt hann
hampi henni gjarna í verkum sínum, Kannski örlar einnig á ótta við
þekkinguna, því það er hin blinda frumhvöt sem frjóvgar listaverkið.
Listamaðurinn óttast að annar en hann sjálfur komist að innsta kjarna
efniviðarins. Líkt og sálsjúki maðurinn segir listamaðurinn aldrei allan
sannleikann um hug sinn í verkum sínum. Hann verður aldrei sem opin
bók. Sá sem semur bækur óttast hinn sem leysir þær upp í huganum. Aðeins
lítilþægur rithöfundur fagnar lesendafjölda. Hinn óttast. Skráargataskáldin
skunda glöð í verksmiðjuna. Óttinn við afhjúpun hins innsta kjarna stafar af
því að listamaðurinn er skapari goðsagna og galdurs.
Rithöfundurinn, skáldið, myndlistarmaðurinn, allir vilja vera næstum
einir með leyndarmál sitt. Gagnrýnandinn, áhorfandinn má ekki komast að
innsta kjarna vélræðisins. Listamaðurinn boðar vélræði en ekki hjálpræði.
Af þessum sökum er hann ætíð heiðinn gagnvart þjóðfélaginu.
Hlutverk gagnrýnandans er að skilja hismið frá kjarnanum. Það er að
einhverju leyti á hans ábyrgð, hvort á hinn andlega markað þjóðarmenning-
arinnar fer kjarni eða hismi. Líkast er þó best að kjarni og hismi fari saman.
Hugurinn lifir líka á hisminu. Þess vegna er vandi gagnrýnandans og
listamannsins í rauninni sá sami. Raunverulegur listamaður er frjósamur
gagnrýnandi og skapandi gagnrýnandi er í rauninni listamaður.
Hér hef ég ekki fjallað um dægurmál gagnrýnenda og listamanna, málara,
560