Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 39
Hugsjón Goethes vakir yfir hverju skrefi Vilhjálms og dæmir oft gerðir hans og hugmyndir hans um sjálfan sig jafnharðan. Lesandinn getur átt erfitt með að átta sig á öllum persónufjölda bókarinnar og flækju söguþráðarins, en hann þarf aldrei að velkjast í vafa um þann tilgang hennar að lýsa þroskabraut Vilhjálms og skýra hana. Skjátlist Vilhjálmi, reynist hann of auðtrúa, lætur höfundur athugasemd eins og þessa fylgja: „Enn þekkti hann of lítið til heimsins til að vita, að það er einmitt léttúðugt fólk og ófært um að bæta sig sem oft ásakar sjálft sig hástöfum, játar villur sínar fúslega og harmar þær stórum.“'9 Sem betur fer finnur Vilhjálmur fljótlega sjálfur að hann ber í sér þann neista, sem ekki má „jarða djúpt undir ösku daglegra skylduverka og sinnuleysis“ (sama stað s.186). Flestar þær persónur sem eru kynntar til sögunnar eru eins konar þrep á þroskabraut Vilhjálms. Þannig líða 400 síður án þess að Villi muni eftir stúlkunni Maríuönnu, sem hann heillaðist af í fyrstu köflum bókarinnar og sem síðan ól honum barn, eftir að hann hafði hlaupist á brott frá henni vegna misskilnings. En þegar Vilhjálmur er minntur á dapurleg örlög hennar um síðir, grátbænir hann þjónustustúlku hennar aldraða: „Sann- færðu mig bara með öllum ráðum um að hún hafi verið góð stúlka sem átti skilið að njóta virðingar minnar ekki síður en ástar, og láttu mig svo einan með sorg minni yfir þeim óbætanlega missi sem ég hef orðið að þola.“ (sama stað s.635). Auðvitað sér höfundurinn stundum takmarkalausa eigingirni aðalpersónu sinnar úr írónískri fjarlægð. En því má samt ekki gleyma að „eigingirni" var eitt höfuðeinkenni húmanískrar hugsjónar þessa tíma, borgaralegrar einstaklingshyggju í mótun. Vilhjálmur á einmitt að læra að vera ekki alltof þungt haldinn af meðaumkun með öðru fólki. A leið sinni nýtur hann hjálpar viturra manna, eins konar uppalenda, og einn þeirra segir við hann: „Ég hef horft á með viðbjóði og leiða hvernig þér hafið bundið hjarta yðar við umrenningssöngvara og flónslega blendingsveru." (sama stað s.334, þýðing er Kristins E. Andréssonar í Nýjum augum s.211). Hér er verið að tala um það fólk sem Vilhjálmi var kærast og sem naut hjálpar hans. Þessir uppalendur Vilhjálms eða þroskaþjálfar reynast tilheyra leynilegri reglu, sem hefur einsett sér að hjálpa honum á lífsbrautinni. Og til að hann átti sig á því sem mestu skiptir í mannlegri viðleitni þarf hann að losna úr ferðaleikhúsinu og komast í góðan félagsskap frjálslyndra aðalsmanna og vel stæðra menningarlegra borgara. Einsog hann segir einu sinni við sjálfan sig: „Sá má prísa sig sælan sem strax frá fæðingu er hafinn upp yfir lægri stig mannkyns, og sem þarf ekki að búa við, já ekki einu sinni gista um 533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.