Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 97
Eins og á vígvelli skemmtibókmenntir: að semja úr efniviði veruleika einskonar andheim handa okkur að gleyma okkur við hann. I vísri vitund þess að heimur sögunnar sé ekki okkar heimur eins og hann er. Skemmtibókmenntir eru eftir eðli sínu andraunsæjar bókmenntir. I Sögu um glæp kann það að vera eftirtektarverðast hversu náin líking verður, þar sem best lætur, með heimi sögunnar og raunheimi lesandans, hvernig margvíslegt hugmyndaefni og hugmyndatíska beint úr samtíð sagnanna er þar tekið til þessara nota og heimfært frásagnarheimi, frásagnarformi sakamálasögu með sama skáldlega vandlæti og til er ætlast af hinum virtu og viðteknu skáldbókmenntum. Það er einatt mjótt á mununum með skáld- og skemmtibókmenntunum. Og list sagnanna verður vitanlega ekki greind nema gerð sé grein fyrir málfari, málsköpun þeirra; þar er upphaf og endir þeirrar hversdagsljósu veruleika- líkingar sem ber uppi allar bestu sögurnar. Vera má að með Sögu um glæp hafi Sjöwall og Wahlöö samið nýja formúlu fyrir slíkri sögu: hinni samfélagslegu sakamálasögu þar sem allt böl verður rakið til félagslegra og pólitískra róta. Areiðanlega hefur líka slík heimsýn í sögu komið og kemur mætavel heim við algengan skoðunarhátt á meðal lesenda á tíma sögunnar. Og skemmtibókmenntir verða aldrei mark- verðar fyrir neitt það sem þær hafa sjálfar fram að færa, frá eigin brjósti — heldur hitt sem lesendur finna í þeim, og vinsældir og útbreiðsla þeirra votta að fundist hefur. Þá koma aðrir á eftir og slíta út úr hverri nýrri formúlu. Hvað um það: þær sögur sem best takast sem skemmtisögur verða jafnharðan bestu skáldsögurnar í flokknum. Þetta held ég að séu nokkrar sögurnar um hann miðjan þar sem hin nýja formúla er að verða til, enn ekki orðin að föstu frásagnarmóti, klisju. Asamt með spennu sjálfra atburðanna, öllu sínu raunsæi í umhverfislýsingu og persónugerð, mynda þær og miðla lesanda með sér einhverskonar spennu eða streitu milli formgerðar og frásagnarefnis, þess sem þær vildu sagt hafa og í raun er unnt að segja í sögunum. Nokkrar þessar sögur eru einhverjar allra bestu sakamálasögur á seinni árum. Því er líka sá frami sem Saga um glæp hefur fengið á alþjóðlegum markaði skemmtibókmennta, meðal vandlátra lesenda saka- málasagna, allur vel fenginn og verðskuldaður. Grein þessi er að stofni til erindi, flutt á bókmenntakynningu Máls og menningar í október 1981, þar sem Maj Sjöwall var gestur félagsins; það er hér verulega aukið frá því sem þar var flutt. Roman om ett brott, Saga um glæp kom út sem hér segir á sænsku og í íslenskri þýðingu. Þráinn Bertelsson þýddi þrjár fyrstu sögurnar; Ólafur Jónsson fimm þær næstu; tvær eru enn óþýddar: Roseanna, 1965: Mordið á ferjunni, 1977. 591 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.