Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 30
Halldór Gubmundsson
Hugsjón Goethes og
túlkun hennar
af furstum, frímúrurum og síðari tíma frœðimönnum.
í ár er hálf önnur öld liðin frá dauða Goethes, eins og hvert mannsbarn í
öllu Þýzkalandi áreiðanlega veit. Þann 22. mars fóru fram miklar minning-
arathafnir bæði í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, þar sem hann fæddist
1749, og í Weimar í Austur-Þýskalandi, þar sem hann bjó lengstaf og lést
83 ára að aldri. Af hátíðarræðum hefði helst mátt draga þá ályktun að
Goethe — sem í hálfa öld var ráðherra í furstadæminu Weimar — hefði lagt
hornsteininn að þessum lýðveldum báðum, eða í það minnsta haft hönd í
bagga við samningu stjórnarskránna. Sem sýnir vel á hve ólíka vegu má
túlka lífsskoðun þessa manns, sem aldrei gafst upp á að þræða hinn gullna
meðalveg á byltingartímum.
Samt birta öll skáldverk Goethes skýrt hugmyndir hans um heiminn,
það var jafnvel eitt helsta hlutverk þeirra í hans augum. En einmitt vegna
stöðugrar viðleitni hans til að sameina andstæður þeirra tíma sem hann lifði
í eina heild, á túlkun lífssýnar hans svo mikið undir sjónarhóli túlkandans
sem raun ber vitni. Hann Iifði svo sannarlega tvenna tíma: Þegar hann var
barn þótti gullgerðarlistin eða alkemisminn ekki verri atvinnugrein en hver
önnur, þegar hann lést brunuðu ófrýnileg afkvæmi gufuvélarinnar, eimlest-
irnar, um hálfa Evrópu.1 Þegar hann fæddist var borgarastéttin rétt farin að
ræskja sig framan í misvel menntaða einvalda, undir lok ævi hans fór hún
með völd í nokkrum þróuðustu iðnríkjunum. í slíku umróti eru öll
viðtekin viðhorf í háska stödd, og það reyndist mörgum minni spá-
mönnum en Goethe ærið ævistarf að átta sig á nýjum tíma.
Viðfangsefni þessarar greinar eru mismunandi túlkanir á heimssýn eða
„hugmyndafræði" Goethes, einsog hún birtist í skáldsögunni Námsár Wil-
helm Meisters. Ekki hef ég burði til að leggja fram eitthvert heildarmat á
skáldsagnagerð Goethes — mér þykir hann raunar ekkert sérlega nær-
göngull sem rómanhöfundur, og kannski hefur hann aldrei verið það —,
ætlunin er önnur: að nota Goethe sem mælistiku á þá tegund bók-
menntarýni þar sem tengsl bókmennta og samfélags eru í brennidepli og
\
524