Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 30
Halldór Gubmundsson Hugsjón Goethes og túlkun hennar af furstum, frímúrurum og síðari tíma frœðimönnum. í ár er hálf önnur öld liðin frá dauða Goethes, eins og hvert mannsbarn í öllu Þýzkalandi áreiðanlega veit. Þann 22. mars fóru fram miklar minning- arathafnir bæði í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, þar sem hann fæddist 1749, og í Weimar í Austur-Þýskalandi, þar sem hann bjó lengstaf og lést 83 ára að aldri. Af hátíðarræðum hefði helst mátt draga þá ályktun að Goethe — sem í hálfa öld var ráðherra í furstadæminu Weimar — hefði lagt hornsteininn að þessum lýðveldum báðum, eða í það minnsta haft hönd í bagga við samningu stjórnarskránna. Sem sýnir vel á hve ólíka vegu má túlka lífsskoðun þessa manns, sem aldrei gafst upp á að þræða hinn gullna meðalveg á byltingartímum. Samt birta öll skáldverk Goethes skýrt hugmyndir hans um heiminn, það var jafnvel eitt helsta hlutverk þeirra í hans augum. En einmitt vegna stöðugrar viðleitni hans til að sameina andstæður þeirra tíma sem hann lifði í eina heild, á túlkun lífssýnar hans svo mikið undir sjónarhóli túlkandans sem raun ber vitni. Hann Iifði svo sannarlega tvenna tíma: Þegar hann var barn þótti gullgerðarlistin eða alkemisminn ekki verri atvinnugrein en hver önnur, þegar hann lést brunuðu ófrýnileg afkvæmi gufuvélarinnar, eimlest- irnar, um hálfa Evrópu.1 Þegar hann fæddist var borgarastéttin rétt farin að ræskja sig framan í misvel menntaða einvalda, undir lok ævi hans fór hún með völd í nokkrum þróuðustu iðnríkjunum. í slíku umróti eru öll viðtekin viðhorf í háska stödd, og það reyndist mörgum minni spá- mönnum en Goethe ærið ævistarf að átta sig á nýjum tíma. Viðfangsefni þessarar greinar eru mismunandi túlkanir á heimssýn eða „hugmyndafræði" Goethes, einsog hún birtist í skáldsögunni Námsár Wil- helm Meisters. Ekki hef ég burði til að leggja fram eitthvert heildarmat á skáldsagnagerð Goethes — mér þykir hann raunar ekkert sérlega nær- göngull sem rómanhöfundur, og kannski hefur hann aldrei verið það —, ætlunin er önnur: að nota Goethe sem mælistiku á þá tegund bók- menntarýni þar sem tengsl bókmennta og samfélags eru í brennidepli og \ 524
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.