Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 79
Eins og d vígvelli
skemmtisaga geri lesanda sitt tilætlaða gagn þarf hann vita að hverju hann
getur gengið í bókinni.
Það kann með köflum að virðast mjótt á munum með skáld- og skemmti-
bókmenntum. Má til sannindamerkis nefna höfund eins og Graham Greene
sem einatt skrifar um sakamál og njósnir og sjálfur skipti sögum sínum lengi
frameftir í tvennt, skáldsögur og skemmtisögur. Vel má hafa þá skoðun að
skemmtisögur hans séu aldeilis ekki síðri verk en skáldsögurnar. Um svipað
leyti og Greene kom fram voru uppi höfundar af hinum svonefnda raunsæ-
islega ameríska skóla: Dashiell Hammett, Raymond Chandler, Ross Mac-
Donald eru þrír alkunnir höfundar sem margir lesendur og gagnrýnendur
meta mikils sem skáldsagnahöfunda á meðal annarra. Samt held ég að
mörgum frómum lesanda þætti langt gengið ef farið væri að leggja Hammett
og Chandler að líku við t. d. Faulkner og Hemingway, og enginn hefur svo
vitað sé farið fram á nóbelsverðlaun þeim til handa. Vel að merkja hefur
Graham Greene aldrei fengið þann frama heldur þótt hann hafi árum og
áratugum saman verið nefndur til verðlaunanna.
Engin önnur grein skemmtibókmennta held ég að komist eins nærri því
og sakamálasagan að njóta viðurkenningar sem réttnefndar bókmenntir.
Kannast að minnsta kosti ekki við neina ástarsögu né ástarsöguhöfund sem
sambærilegrar viðurkenningar njóti við þá höfunda sem ég nefndi áðan eða
marga aðra sem nefna mætti. Saga um glæp eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö
er almennt talið að sé raunsæislegt verk, róttækt og jafnvel byltingarsinnað í
boðskap sínum, hver saga um sig og flokkurinn í heild. Vel má spyrja hvort
unnt sé að hugsa sér á sama máta raunsæja, róttæka og byltingarsinnaða
ástarsögu. Það má vera að hægt sé að hugsa sér það. En ekki veit ég til að
slíkar sögur hafi komið fram á bókamarkaðnum.
Um skemmtibókmenntir okkar tíma, allt frá því á öldinni sem leið og
fram á þennan dag, er nokkurnveginn marklaust að tala nema gera sér sem
skýrasta grein fyrir vörueðli þeirra. Þetta eru bækur og bókmenntir sem
spanna mjög vítt svið fjölmiðlunar, frá viðurkenndum skáldbókmenntum til
vélvæddrar stóriðju í bókagerð. Og þær eru náskyldar ýmiskonar afþreying-
ar- og vitundariðnaði öðrum og fer fram í blöðum og tímaritum, bíó og
sjónvarpi og nú síðast vídeósnældum. Sem vara á menningarmarkaði eru
þær augljóslega afrakstur almennrar þjóðfélagsþróunar undanfarin hundrað
til tvöhundruð ár, framvindu og framfara sem orðið hafa í tækni, efnahag og
menntun á vestrænu menningarsvæði. Vísast eru skemmtibókmenntir, sem
skáldskapur, umfram allt íhaldssamar í eðli sínu — frásagnarhættir þeirra,
úrval og úrlausn frásagnarefna, manngildismat og hugmyndaheimur sem
þar birtist. En jafnframt eru þær undirorpnar breytingum og þróun, eftir
breyttri tækni fjölmiðlunar og breyttum háttum á menningarmarkaði,
573