Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 68
Aðalsteinn Ingólfsson íslensk myndlistargagnrýni Greinin hér á eftir var flutt í styttri gerð á ráðstefnu gagnrýnenda og listamanna 11. september í haust. An myndlistar verður engin myndlistargagnrýni til. Á hinn bóginn virðist myndlistin stundum komast ágætlega af án myndlistargagnrýni. Hefði allt verið með felldu, hefði myndlistargagnrýni á Islandi átt að hefjast um svipað leyti og við gerumst þátttakendur í vestur-evrópskri myndlistarhefð, eftir margra alda dvöl, nánast Þyrnirósarsvefn, í norrænu menningarsamfélagi — en af ýmsum ástæðum vil ég aðgreina þessi tvö menningarsvæði. Þegar við gerumst félagar í þessum evrópska myndlistarklúbb, fyrir tilstilli Sigurðar málara, Einars Jónssonar, Þórarins Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar, hafði þessi sami klúbbur fyrir margt löngu getið af sér sérstaka tegund myndlistargagnrýni sem oft er kennd við einn af feðrum Upplýsingastefn- unnar, Diderot hinn franska. Það er kannski óþarfa tilætlunarsemi, og jaðrar við kröfuhörku, en ég get ekki að því gert að mér finnst að upp úr síðustu aldamótum hefðu íslenskir menntamenn, sem venjulega er talin námfús stétt, átt að vita af nokkrum arftökum Diderots, myndlistargagn- rýnandanum Baudelaire, menningarsagnfræðingnum Burckhardt og mynd- listarfræðimanninum Berenson, — öngvu síður en bókmenntakenningum Georgs Brandes. Hafi menntamenn okkar í þá tíð haft ávæning af slíkum skrifum, hafa þeir farið leynt með þá vitneskju, a. m. k. hafa þeir ekki talið að hún væri brúkleg á íslandi, sem þá var ekki bara að eignast nýja myndlist, heldur átti sér ríkulega hefð í tréskurði, vefnaði og silfursmíði. En auðvitað er þeim vorkunn. Fyrstu tvo áratugi þessarar aldar voru myndlistarsýningar varla fleiri en 2—3 á ári að meðaltali og gömul íslensk myndlist og listiðn átti sér engan einn samastað, heldur var á tvist og bast um landið. Hvort sem þetta er spurning um rétt skilyrði eða rétta menn, þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að reglubundin og yfirveguð mynd- listargagnrýni hefst ekki á íslandi fyrr en hálfri öld eftir að hin nýja íslenska myndlist skýtur rótum. Hér á ég við myndlistargreinar Jóns Þorleifssonar, Orra, í Morgunblaðinu, sem fóru að birtast upp úr 1930. 562
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.