Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 95
Eins og á vígvelli var hann í Morðið á ferjunni sjúkur maður og ósjálfráður gerða sinna; og vera má að aðferðir lögreglunnar að handsama hann hafi á sínum tíma ekki staðist ströngustu kröfur um réttvísa málsmeðferð. Samt sem áður var hann talinn sakhæfur og látinn afplána dóm sinn í fangelsi. En hann hefur ekki hlotið neina bót hvað þá betrun í fangavistinni né hefur samfélagið fyrirgef- ið honum brot hans: þegar hann bendlast á ný við sakamál beinist óvild, tortryggni, hatur að honum upp á nýtt. Munar minnstu að takist að koma á hann sökinni, einungis af því að hann hafði áður gerst sekur um kynferðis- glæp. Hver veit hvernig farið hefði ef þeir Martin Beck og Kollberg hefðu ekki þóst standa í óbættri sök við manninn? I öllu falli er það þeim að þakka og yfirburðum þeirra í starfi sínu, innsæi í mannlegt eðli, skarpskyggni á sakarefni, ef hann sleppur óskemmdur að kalla frá hinu seinna morðmáli. A sama máta vitrast þeim Kollberg, Rönn, Gunvald Larsson þegar af fyrstu kynnum af máli hans að Ronni Kasparsson, hundeltur af blöðunum og lögreglunni í Polismördaren, sé í rauninni alsaklaus af dauða lögreglu- mannsins; umkomulaus unglingspiltur sem lent hefur upp á kant við kerfið. Nema það sé Ronni og hans nótar í sögunni sem í rauninni skilja samfélag hennar réttum skilningi og hafa þessvegna hafnað reglum þess. Það gerir í öllu falli Rebekka Lind berum orðum í Terroristerna, orðin einskær píslar- vottur hins rangláta samfélags þar sem ekkert rúm er fyrir hana og hennar líka. Aðalefnið í Terroristema er að vísu viðureignin við Heydt hermdarverka- mann, svo náskyldan og nauðalíkan sjakalanum í sögunni eftir Frederick Forsyth, The Day of the Jackal. Hann er endanleg persónugerving hins illa í sögunni, verkfæri þess í mannlegri mynd, og auðvitað eftir því háskalegur viðskiptis. A bak við hann ber uppi, eins og áður bakvið leigumorðingjann í Brunahíllinn sem týndist, óskilgreint alþjóðlegt glæpasamfélag. Ætli það sé ekki í rauninni eitt og sama samfélag og lögregluríkið í sögunni og þar með sænska velferðarsamfélagið? Þegar hér er komið er löngu búið að leggja að líku glæpastarfsemi og hver önnur viðskipti, pólitík og hryðjuverk í Sögu um glæp. Aftur er sögulausnin, sigurinn á Heydt, einkamál söguhetjanna. Martin Beck og Gunvald Larsson leggja vissulega hermdarverkamanninn að velli, en forsætisráðherrann fellur samt sem áður ógildur fyrir Rebekku Lind. Og farið hefur fé betra. Alltaf sama sagan: það er samfélagið sem er sjúkt, sakarefnin umfram allt sjúkdómsauðkenni. Fljótt á litið verða söguhetjurnar, þegar svona er kom- ið, lítið nema leiksoppar kerfis sem þeir hafna og hatast raunar við. En jafnharðan og þeir hafa verið að gera sér samfélag sitt ljóst í sögunni hafa þeir líka verið að eflast að viti og þroska, einnig að öðru leyti, í krafti starfshæfni sinnar og þeirrar tilfinningalegu og vitsmunalegu reynslu sem 589 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.