Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 82
Tímarit Mdls og menningar skemmtibókmenntir. En af hverju morð og manndráp, af hverju akkúrat sakamálasögur? Nú má það liggja milli hluta hvernig nánar sé háttað samhengi skemmtibókmennta á okkar dögum við sagnaskemmtun fyrri alda. En ég hef það fyrir satt að sakamálasagan eins og við þekkjum hana nú á dögum, sem vöru á bókamarkaði, komi fyrst upp á öldinni sem leið og sé í eðli sínu ólík fyrri tíðar frásögnum um sakamál, um glæp og refsingu. Um gildi hennar fyrir lesandann eru ýmsar kenningar á lofti. Sumir segja að hún veiti ómeðvitaðri árásarhvöt okkar meinlausa útrás; aðrir að hún sé til þess fallin að sefa í svip ósjálfráða sektarkennd sem við ölum með okkur; þeir eru líka til sem halda því fram að hún sé beinlínis samin í því skyni að ljúga okkur full, innræta okkur allskyns fordóma um það samfélag, þjóðfélag, heiminn sem við byggjum. Sakamálasagan er þá sem bókmenntagrein, sumir segja að hún byrji hjá Edgar Allan Poe, beinlínis sprottin af samfélagsháttum nútímans og þróast og breytist með þeim. Hún kemur til í hinu borgaralega og iðnvædda afkasta- og neysluþjóðfélagi okkar daga sem engum einstaklingi er auðið að hafa yfirsýn yfir, en manngildi mælist á kvarða borgaralegs frama og farsældar. Við vitum að vísu aldrei fyrir víst hvar við erum sett í þessum heimi, né hvaða voði steðjar að velferð okkar á hverjum tíma. Hitt vitum við að hús okkar er reist á sandi; háski vofir yfir; enginn er nokkru sinni óhultur. Um það er veruleikinn sjálfur, heimurinn eins og hann er, nógsam- lega til vitnis. Ef hæfa er í þessu skýrir það af hverju innbrot, bílstuldir eða smygl, skattsvik og fjárdráttur verða aldrei nægjanleg yrkisefni í sakamála- sögum, en morð verður að vera. Líkið í sögunni, hinn bráði dauði er árétting þess að háskinn verður ekki umflúinn né afstýrt en vofir yfir okkur öllum, hvar og hvenær sem er. Ef njósnasagan er að taka við af sakamála- sögunni sem aðalform spennusagna stafar það með eðlilegu móti af því að heimurinn hefur minnkað og heimsmyndin þar með breyst. Þorp eða borg hinnar hefðbundnu sakamálasögu rúmar ekki lengur háskann sem yfir vofir, en til þess þarf alþjóðlegt sögusvið; brot gegn eignarréttinum, einkalífi nægir ekki til að tjá samsærið gegn velferð okkar sem hver slík saga lætur uppi og kveður jafnharðan niður; það er orðið miklu víðtækara en svo. Þessi getgáta skýrir jafnharðan þörf sakamálasögunnar fyrir „raunsæi": til að okkur gagnist hún þurfum við að geta gert okkur hana að góðu, allténd á meðan við lesum, sem einhverskonar eftirmynd umheims og veruleika. Að þessu leyti er sakamála- og njósnasögum öðruvísi háttað en ýmsum öðrum aðalgreinum skemmtibókmennta, þótt einnig þær séu jafnan ortar úr efnivið veruleikans. Tilfinningasögur láta tam. uppi heimsmynd í skýrustu and- stöðu við raunheim lesandans: þær tjá veruleika handan veruleikans, ríki 576
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.