Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 4
Ádrepur Skiptar skoðanir Eins og lesendur muna var fyrsta hefti þessa árs helgað Sigurði Nordal. Fimm fræðigreinar birtust þar um verk hans og frásögn konu sem var í vist hjá Olöfu og Sigurði í Kaupmannahöfn. Eflaust eiga einhverjir eftir að bregðast við greinum sem þar birtust hér í Tímaritinu, það er ekki ætlun mín nú. Astæðan til þessa „eftirmála" Nordalsheftisins er einkum sú að viðbrögð við því voru meiri en núverandi ritstjórar eiga að venjast. Fjöldamargir hringdu til okkar til að láta álit sitt í Ijós á stökum greinum og heftinu í heild og mörg bréf bárust okkur persónulega, bæði frá kunnugum og ókunnugum. Umsagnir manna um efni heftisins voru mjög mismunandi. Einn bréfritari segir: „Tímarit Máls og menningar hefur borist hingað og held ég að þetta sé í heildina besta hefti þess sem ég hef séð . . .“ Annar segir: „Eg er búinn að lesa gegnum Nordalsheftið, það er í því dálítið skrítinn tónn . . . Það er eins og allir séu dálítið feimnir við að segja það beint út hvað kallinn var ómögulegur." Og fleiri leggja orð í belg: „Tímaritið fékk ég fyrir rúmri viku og er búinn að lesa mestallt. Almennt er þemað vel uppbyggt, greinarnar skarast ekki að marki og Vésteinn og Gunnar eru mjög góðir . . .“ „Mér finnst ekki síst gaman að Arna Sigurjónssyni . . . hann er svo skemmtilega lítið þvingaður af hvers konar átorítetum, ekki laust við að maður yrði var við að flestir aðrir greinarhöfundar kiknuðu ofurlítið í hnjánum gagnvart stórmenninu . . .“ „Páll Skúlason var auðvitað langbestur . . .“ „Páll Skúlason finnst mér einatt verða stirður pedant í skrifum. Greinin um Hel er aftur eins og hver önnur miðlungs skólaritgerð." „Pál Skúlason er ég ekki búinn að lesa til skilnings, en Arni er efnilegur af því hvað hann þekkir mikið samhengi kringum Nordal. Páll Valsson skrifar líka vel.“ Þáttur Steinunnar Eyjólfsdóttur varð ekki síst hvati að skrifum: „Grein Steinunnar er bráðgóð og hefði ekki öllum ritstjórum hugsast eða lukkast að útvega hana.“ „Mér fannst margt mjög gott og mest spennandi grein Steinunn- ar . . .“ „Hver er þessi Steinunn Eyjólfsdóttir? Mikið rosalega hlýtur það að vera egósentrísk og óþolandi manneskja . . . Sjónarhorn og sögumaður í þessari frásögn hennar væri verðugt verkefni fyrir gáfaðan og illa innrættan stúdent að skrifa um.“ „Auðvitað var grein Steinunnar Eyjólfsdóttur það sem helst sætti tíðindum í heftinu, það eina sem kom verulega á óvart, afar vel stíluð, betur en hjá þorra rithöfunda sem manni finnst flestir á litlu gulu hænu stiginu." 234
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.