Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 10
Tímarit Máls og menningar þegnskylduvinnu við þau störf sem óvinsælust eru. Kreditkort eru í stað peninga og fá allir jafnmikið af þeim. Jafnréttisuppeldi og gott skipulag leiðir til þess að græðgi og valdafíkn er horfin, en einskonar öldungaráð góðviljaðra manna ræður þeirri skipan í stöður sem þörf er á (einhverjir eru sem sagt „jafnari en aðrir“). Bók Bellamy er einhver hin einlægasta trúar- játning á tækniundur og skynsemi, og sjálfur mun hann hafa litið á sýn sína sem andstæðu við misferli þess kapítalisma sem hann þekkti og taldi stefna í voða upphaflegum kristilegum bandarískum lýðræðishugsjónum. Bretinn William Morris gaf tveim árum síðar út „Fréttir frá Staðleysu" (News from Nowhere), sem tekur undir við Bellamy um leið og sagan andmælir tæknitrú hans. Nokkrir vinir eru að skeggræða um framtíðina, einn þeirra fellur í svefn og sér fyrir sér England 200 árunt síðar, þá er bylting löngu um garð gengin og sósíalismi með blóma. Peningar eru afnumdir, hver fram- leiðir eftir áhuga sínum og neytir eftir þörfum. Ekki er vel ljóst hver ákveður þarfirnar né heldur hvernig menn hafa komið sér saman um að framleiða aðeins það nauðsynlega. Þessi framtíðardraumur er um leið fegrun einfalds lífs handverksmanna og bænda á fyrri tíð, því William Morris var þesskonar sósíalisti sem fannst kapítalisminn ekki aðeins dlur heldur og forljótur og vélar hans óvinir allra lista og mannlegs virðuleika yfir höfuð. Hjá honum sjást merki um þau umskipti, sem verða mjög af- drifarík fyrir staðleysubókmenntir, að tæknin er ekki endilega talin blessun. En mannlegri skynsemi og uppeldi til jafnaðar er áfram treyst til að bæta úr því. II Of margt býr í manninum. Dostoévskí Sameignarfyrirkomulag er nokkuð föst hrygglengja í staðleysubók- menntum sem og trú á að það leiði fram kosti mannsins, sjálfa náttúru hans óspillta. Eins og nærri má geta komu snemma fram efasemdir um þetta samhengi. Um svipað leyti og Platón er að útlista fyrir Aþenumönnum á fjórðu öld fyrir Krist ágæti síns heimspekilega sameignarfélags setti Aristo- fanes saman háðsleikinn Ekklesiazusai, „Konur á þjóðfundi“. Þar koma konur með list og vél á kvennaveldi í stað spillts og ónýts karlaveldis og foringi kvennanna, Praxagóra, skipar svo fyrir að héðan í frá skuli allir eiga allt saman, líka ástina. Verður mikið uppistand í Aþenu út af þessu, sumir bera eigur sínar á torg en aðrir stinga þeim undan og svo fer allt í loft upp þegar ung kona og fögur og kerlingaskrukkur gera allar jafnréttistilkall til fagurs sveins og girnilegs. 240
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.