Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 20
Tímarit Máls og menningar stöðugt yfir þá innrætingu um leið og það er móttökutæki sem fylgist með öllu sem gerist í íbúðunum. Auk þess eru njósnavélar um allt á götum og strætum, makar njósna um maka, börn eru alin upp til að njósna um foreldra sína. Kynlíf lýtur ströngum reglum og á helst ekki að iðkast — kynhvötin er svo virkjuð í hatri á andstæðingnum í Eurasíu en þó einkum á hinum dularfulla Goldstein, flokks- og föðurlandssvikara, sem ku vera ein- hversstaðar í felum og eiga sér stuðningsmenn. Þeir sem gerast sekir um ranga gjörð eða hugsun eru teknir af Hugsalöggunni, píndir og plagaðir þar til þeir hafa afklæðst persónuleikanum, síðan er þeim útrýmt eða þeir sendir í fangabúðir. I þessum heimi lifir Winston Smith, starfsmaður Sannleiks- ráðuneytisins, sem hefur það verkefni að falsa fortíðina, breyta bókum og blaðagreinum eftir þörfum dagsins til að Stóri Bróðir og Flokkurinn hafi alltaf rétt fyrir sér, til að óvinur í stríði sýnist alltaf sá sami (en er á víxl Eurasía og Austur-Asía) og til að enginn viti lengur hvað áður gerðist. For- tíðin er ekki lengur til. Winston kynnist Júlíu, þau brjóta ástarbannið, setja sig í samband við O’Brien sem þau halda að sé í leynifélagi Goldsteins. Hann er hinsvegar einn af postulum hins illa valds og pyndingameistari, sem kreistir sálina og ástina úr Winston og Júlíu þar til ekkert er eftir nema ást á Stóra Bróður. I umfjöllun um „1984“ er oftast lögð á það þung áhersla að Sovétríki Stalíns séu höfuðfyrirmynd Oceaníu. Það er ekki nema eðlilegt. Stóri Bróðir er vitanlega eftirmynd hins alvitra leiðtoga úr Grúsíu. Goldstein er náskyldur Trotskí. Játningarnar sem leynilögreglan NKVD píndi upp úr fórnarlömbum hreinsananna miklu 1935—1938 eru augljós fyrirmynd þeirr- ar meðferðar sem Winston Smith fær hjá Hugsalögreglunni. Lýsingin á því hvernig fjandmaður í gær verður bandamaður í dag og öfugt á sér beina fyrirmynd í því, hvernig hið fasíska skrýmsli Hitler breyttist í „leiðtoga þýsku þjóðarinnar“ á forsíðum Prövdu eftir griðasáttmálann við Þýskaland 1939. Nasisminn á líka drjúgan part af Oceaníu — einkum er sefsjúk dýrk- unin á Stóra Bróður og heiftarleg hópsefjun Hatursvikunnar engu öðru líkari en flokkshátíðum Hitlers í Núrnberg. Hitt er svo ljóst, að Orwell taldi verk sitt hafa breiðari skírskotun en til ríkja Hitlers og Stalíns. Hann taldi sig bera fram viðvörun sem ætti allstaðar við, í þeim heimi sem hann lifði sá hann margvíslegar og misjafnlega langt fram gengnar hneigðir til alræðis og fylgir þeim á leiðarenda í skáldsögunni. I svari til bandarísks verklýðsleiðtoga, sem hafði áhyggjur af því hve „1984“ var vel tekið í hægriblöðunum segir hann þann 10. júní 1949:14^ Nýútkomin skáldsaga mín er EKKI hugsuð sem árás á sósíalismann eða breska Verkamannaflokkinn (sem ég styð), heldur sýnir hún rangsnúning sem 250
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.