Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 25
Stadleysur, góðar og illar sagði út kver sem heitir „Brave New World Revisited“ og segir þar, að þróunin hafi sýnt að „Fagra nýja veröld“ hafi reynst sannari framtíðarsýn en „1984“. Huxley segir sem svo, að „1984“ lýsi þjóðfélagi, sem er stjórnað næstum eingöngu með refsingum og ótta við refsingar, og þegar til lengdar lætur sé það miklu óvirkari aðferð en að stjórna með því að verðlauna þá hegðun sem talin er æskileg — m. ö. o. með því að gefa hundunum hans Pavlofs bein. Og Huxley vísar til „æ virkari aðferða umbunar og vísinda- legrar fjarstýringar“ í samtímanum sem hliðstæðu við sína skáldsögu fremur en „1984“.23) Orwell hafði reyndar gert sér grein fyrir þessu líka — fullkomin er sú ofstjórn ein sem ekki þarf leynilögreglu, sagði hann, kannski er hægt að ala upp mannkyn sem ekki vill frelsi. En hann taldi samt sem áður brýnast að skapa sem herfilegasta mynd af lögregluríkinu, af „járnhælnum“ sem hann oft vitnaði til, og þar við situr í „1984“. Hitt er svo rétt að ýmsir verða til þess að taka í sama streng og Huxley. I greinasafni sem Irwing Howe gaf út í fyrra, „1984 Revisited“ má sjá allmörg dæmi um þetta. Alræðið er mikið þema og þarft, segja menn, en sem betur fer, segir t. d. Leszek Kolakowski, „er ekki mögulegt að byggja upp fullkomið alræðiskerfi“.24) Sumir minna um leið á það, að þróun mála í Sovétríkjunum hafi legið frá hinu stalínska kerfi. Robert C. Tucker vann í bandaríska sendiráðinu í Moskvu þegar „1984“ kom út og „fannst sagan mjög raunveruleg" (bls. 95). En lögregluveldið í Rússlandi nú, segir hann, er öðruvísi — skáldsagan „1984“ er skyldari Moskvu ársins 1948 en Moskvu okkar daga. Rússar þykjast reyndar hafa efni á því núna að vitna í „1984“ og kalla Ronald Reagan Stóra Bróður (en hafa að sjálfsögðu aldrei árætt að gefa bókina út). Ymsir greinahöfundar í fyrrgreindu safni leggja á það áherslu, að með nútíma innrætingartækni sé hægt að gera mannfólkið ómyndugt, með- færilegt og ófrjálst með auðveldari og kannski róttækari hætti en nauðung og ótta. I greininni „The Fate of 1984“ fjallar Mark Crispin Miller um það (bls. 44) hvernig „okkar ríki“ mótar vitund manna jafnvel með meiri árangri en O’Brien og félagar hans gætu gert sér í hugar- lund. „Við munum kreista þig tóman og svo munum við fylla þig með okkur.“ Petta loforð, sem O’Brien skýrir frá, er einnig hin þögla áætlun auglýsingameistara okkar stóru fyrirtækja, sem vinna af dugnaði og snilld að því að brjóta niður alla mótspyrnu einstaklingsins, allan persónuleika, alla sjálfumleika, til þess að ljúka við umbreytingu verkamanna okkar, sem eitt sinn voru hreinlífismenn hinir mestu, í síhungraðan og auðsveipan massa. Skáldsögur þær sem hér hafa verið til umræðu hafa vissulega haft mikil áhrif. „Fagra nýja veröld“ og „1984“ eru löngu orðnar að samnefnara sem 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.