Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 29
Anders Johansen Draumur um betri tíma „Hvað er tími? Ég veit það ef enginn spyr mig. En ef ég ætla mér að skýra það veit ég það ekki lengur.“ Þessi umkvörtun heilags Agústínusar um tímann sem ekki er hægt að höndla á við allar djúpstæðustu hugmyndir menningar okkar. Við kunnum að nota þær daglega. Við beitum þeim þegar við lærum og vinnum, en við þekkjum þær ekki. Þær standa okkur svo nærri að við eigum erfitt með að sjá þær úr fjarlægð og virða þær fyrir okkur. Þannig beitir menningin okkur valdi sínu af mestu öryggi: með því að komast algerlega inn á gafl hjá okkur. Ég get ekki skýrt hvað tími er. En ég get haft um hann nokkur orð til að færa okkur spölkorn frá honum. Ef mér tekst að gera hann svolítið ókunnuglegan verður það kannski til þess að hjálpa okkur til að taka hann ekki á eftir sem sjálfsagðan hlut eins og við gerum venjulega. Línan Við sem búum í vélvæddum nútímasamfélögum hugsum okkur tímann sem heina línu. Hann byrjar hvergi, endar hvergi, sveiflast hvorki upp, niður né til hliðar. Hann er sífellt eins, streymir með jöfnum hraða, tilbreytingar- laust, miskunnarlaust. Þessi tími hefur hvorki innihald né eiginleika sjálfur. Hann er ekkert annað en magn, hug-mynd sem gerir allt mælanlegt í klukkustundum, mínútum og sekúndum. Með þessu tímahugtaki getum við einfaldað allt sem er og gerist uns hægt er að telja það og mæla: margslungið augabragð verður að „kl. 17.30“; viðburðaríkt skeið sem ég hef lifað verður „1/8 1981 - 11/1 1982“. Hvað höfum við annað sem getur breytt öllum áþreifanlegum, lifuðum veruleika okkar í teljanlegar einingar? — Peninga. Það var rétt hjá Benjamín Franklin að tími væri peningar. Tími okkar er líkur peningum, og það er engin tilviljun: hann er tími peninganna. Og hann kennir okkur að lifa lífi sem peningar ráða yfir. 259
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.