Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 39
Mihailo Markovic
Siðfræði gagnrýninna
félagsvísinda
I
Eitt mikilvægasta málefni okkar daga er hvort vísindamenn og tæknifræð-
ingar beri félagslega ábyrgð á verkum sínum. Staðreyndin er sú að gildi
tækni og vísinda er orðið tvíbent. Fyrir um hundrað árum veigruðu jafnvel
róttækustu menntamenn sér við að gagnrýna vísindin þótt þeir fyrirlitu allar
aðrar stofnanir samfélagsins. Rússnesku níhilistarnir, eins og Pisarev og
fylgismenn hans, réðust gegn öllum hefðbundnum verðmætum — jafnt
heimspekilegri hughyggju, kristinni trú og siðferði, sem ríkinu og fjölskyld-
unni. Þeir voru sannfærðir um að einræði og fáfræði væru rætur alls ills, og
þeir trúðu að byltingin myndi afnema hið fyrrnefnda og hið síðarnefnda
yrði upprætt með vísindum. Söguhetjur Túrgenjevs í Feður og synir trúðu
því að í þjóðfélagi framtíðarinnar myndu vísindin leysa allan vanda og
lækna öll sár. Bjartsýni af þessu tagi er nú horfin. En auðvitað svífur andi
upplýsingarinnar enn yfir vötnum og eitt meginhreyfiafl nútímaþjóðfélags
er trúin á vísindin og afrakstur þeirra: vald yfir náttúrunni, efnisleg gæði og
áhrifaríka skipulagningu í þjóðfélaginu. A hinn bóginn verður fólk æ
tortryggnara á framþróun vísinda vegna ýmissa fylgifiska hennar. Hér
mætti nefna minnkandi tengsl manna á milli í tækniþróuðum þjóðfélögum,
vísindalegar tilraunir sem leitt gætu til gereyðingar, aukna möguleika á að
ráðskast með einstaklinga, algenga notkun á vísindamönnum, aðferðum
þeirra og tækni, í þágu afturhaldsafla, og sjúklega neyslu sem getur leitt
bæði til eyðingar nauðsynlegra auðlinda og til lífshættulegrar mengunar á
náttúrlegu umhverfi.
Þessar nýju aðstæður krefjast skjótra viðbragða af hálfu vísindamanna.
Þeir eiga um tvo kosti að velja. Annaðhvort geta þeir risið upp gegn þessu
ástandi eða sætt sig við það eins og það er, talið það eðlilegt og haldið áfram
að draga skörp skil milli ábyrgðar á sköpun þekkingar og á notkun hennar.
Staða þessara þekkingarframleiðenda einkennist af því annars vegar að þeir
láta sér á sama standa um grundvallarmarkmið rannsókna og um það
heildarsamhengi þar sem afurðir hugsunar þeirra öðlast endanlega merk-
269