Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 40
Tímarit Máls og menningar ingu, og hins vegar af því að þeim er ekki leyft að eiga aðild að ákvörðunum um það hvernig eigi að nota þær. Þeir eiga þess kost að sætta sig við stöðu sína eða ekki. Velji þeir síðari kostinn, verður að koma til grundvallarbreyting á afstöðu vísindamanna til verkefnis síns. Þeir verða að láta af ríkjandi vísindahyggju og tileinka sér hugmyndina um gagnrýnin vísindi og aðferðafræði þeirra. I stað hefðbundinnar hlédrægni og afskiptaleysis verða að koma alvarlegar áhyggjur af ntisnotkun vísindalegrar þekkingar í mannfjandsamlegum til- gangi. Fallist vísindamenn aftur á móti á fyrri kostinn, geta þeir litið áfram á þessi mál útfrá þröngri verkaskiptingu og reynt að skorast undan ábyrgð með þeim rökum að vísindaleg hlutlægni eigi ekkert skylt við siðferðilega afstöðu. Þeir geta reynt að verja sig með því að annaðhvort hljóti rannsókn að vera hlutlaus um verðmæti og siðferði eða niðurstöður hennar verði ekki hlutlægar heldur litaðar af tilteknum skoðunum. Boðorðið um hlutleysi vísinda á sér ekki langa sögu. Allt fram til loka 19. aldar var litið svo á að gagnrýnið mat á veruleikanum væri réttmætt hlutverk vísindalegrar rannsóknar. Gagnrýmð mat studdist við tvær heimspekilegar hugmyndir. Onnur var hugmyndin um náttúrlegt skipulag og náttúrlegan rétt manna. Þessi hugmynd átti upptök sín í stóískri heimspeki til forna en tók ýmsum breytingum sérstaklega á 17. og 18. öld (í meðförum Bodins, Althusiusar, Gotiusar, Hobbes, Leibniz, Kants o. fl.). Hin var framfara- hugmyndin sem kom fyrst fram með upplýsingunni og var allsráðandi á 19. öld. Það var hægt að gagnrýna öll efnahagsleg, pólitísk og réttarfarsleg skilyrði í ljósi náttúrlegs skipulags og framfara. Þetta voru óneitanlega óljósar hugmyndir sem hvíldu á grunnfærnum, einhliða og ósannanlegum forsendum. Raunar var þeim beitt jafnt til þess að réttlæta sem gagnrýna ríkjandi ástand. Til dæmis var því haldið fram að auðvaldsskipulagið væri það hagkerfi sem hæfði best mannlegu eðli og leiddi til skjótastra framfara. Hin sterka andstaða gegn þessum hugmyndum, samfara kröfunni um að hreinsa vísindin af öllum gildisdómum og einskorða þau við hreina lýsingu og útskýringu á raunverulegum aðstæðum, var því að hluta til afleiðing af aukinni aðferðafræðilegri nákvæmni. Að hluta til var hún einnig til marks um þá tilhneigingu afturhaldsafla að útrýma allri gagnrýni úr vísindum og vísa öllu mati, áformum og ákvörðunum yfir á svið stjórnmálanna. Engu að síður hefur engin viðmiðun komið í staðinn fyrir hugmyndirnar um fram- farir og náttúrlegt skipulag. Ríkjandi heimspekistefna á 3. og 4. áratug þessarar aldar — rökfræðileg raunhyggja — leit svo á að allar staðhæfingar um verðmæti væru einber tjáning tilfinninga og segðu okkur ekkert um heiminn. Ein afleiðing þessa var sú að heimspekin einangraðist algjörlega frá 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.