Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 42
Tímarit Máls og menningar hugsunarhátt og tilteknar þekkingar- og verufræðilegar frumreglur, heldur líka að taka ákveðin þekkingargildi fram yfir önnur. Auk þekkingargilda felast jafnan ýmis önnur verðmæti í fræðilegum og aðferðafræðilegum forsendum félagsvísindamanna, hversu hlutlausir sem þeir leitast við að vera. Til dæmis ganga verkhyggjumenn að því vísu að þjóðfélagið sé stödugt kerfi þátta sem tengjast vel innbyrðis. Hver og einn þáttur eigi sér ákveðið hlntverk og stuðli að vidgangi kerfisins. Rétt starfsemi kerfisins veltur á samkomulagi um grundvallarverðmæti. Regla í þjóðfélaginu er meginskilyrði þess að starfsemi kerfisins gangi vel. Oll frávik frá þessari reglu eru til marks um bilun, afbrigðileika, sjúkdóm. Gagnstætt þessu gengur marxískur félagsfræðingur útfrá því að við lifum á tímaskeiði sem stefnir í ákveðna átt: hlutbundin mannleg starfsemi mun verða frjáls, stéttbundið þjóðfélag mun verða stéttlaust. Öll þjóðfélagskerfi séu því meira og minna óstöðug, þau sýni skýr einkenni upplausnar, margar stofnanir sinni greinilega ekki hlutverki sínu. Þau eru þjóðfélög ósamkomu- lags og stéttabaráttu. Það er því litið svo á að frávik og óánægja í óheilbrigðu þjóðfélagi geti vel verið fjarri því að vera sjúkleg; þau kunni raunar að vera byltingarkennd og til marks um andlega heilbrigði. Hér rekast því greinilega á andstæð viðhorf til þess verðmætakerfis sem er innbyggt í samfélagsgerðina. Með því að leggja áherslu á stöðugleika, samræmi og reglu reynir verkhyggjan að verja verðmætakerfið. Með því að gera ráð fyrir óhjákvæmilegri, róttækri breytingu á samfélagsgerðinni og aðhyllast gagnrýni og uppreisn, leitast marxisminn við að kippa stoðunum undan þeim kröfum sem verðmætakerfið gerir um réttmæti og sýna fram á að a. m. k. sumar grundvallarforsendur þess hafi ekki almennt gildi heldur endurspegli þarfir og sérhagsmuni ráðandi afla. Þannig eru t. d. einkaeign, efnahagsleg samkeppni, vinnan sem slík (hvort sem hún er firrt eða ekki), regla, borgaraleg hlýðni, þjóðareining, skoðanafrelsi án frelsis til þess að taka ákvarðanir, í reynd verðmæti handa vissum útvöldum á ákveðnum tíma og við sérstök skilyrði. Það samrýmist ekki vísindalegri hlutlægni að aðhyllast þau skilyrðislaust. Það er rétt að sem einstaklingar tilheyra vísindamenn ákveðinni þjóð og tilteknum þjóðfélagshópi; þeir hafa hlotið menntun sína í ákveðinni hefð og félagslegu andrúmslofti. Erfiðasta og ábyrgðarmesta verkefni þeirra sem þjálfa unga vísindamenn er því að hjálpa þeim að sjá útyfir þennan þrönga sjóndeildarhring og gera sér grein fyrir því að vísindin eru sammannleg afurð. Reyndar felast ákveðin algild siðferðileg verðmæti í hugtökunum hlut- lægni og rökvísi sem eru undirstöður vísindalegrar aðferðar. (Geiger hitti naglann á höfuðið þegar hann hélt því fram að mjög náin tengsl væru á milli fræðilegrar kunnáttu \Fachkónnen] og fræðilegrar samvisku [Fachgewis- 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.