Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 43
Sibfrœði gagnrýninna félagsvísinda senf). Hlutbegni gerir ráð fyrir heiðarleika sem grundvallarreglu í starfi fræðimannsins. Þessi regla krefst þess að menn ýti miskunnarlaust öllum persónulegum hagsmunum til hliðar, að þeir séu samvinnuþýðir um allt sem að rannsókninni lýtur, að þeir séu reiðubúnir að taka sannleikann fram yfir samtryggingu, og að þeir séu lausir við hleypidóma af öllu tagi, s. s. félagslega og trúarlega fordóma. Hlutlægni vísindalegrar rannsóknar er háð ákveðnum þjóðfélagslegum skilyrðum sem aftur geta oltið á því að ýmis verðmæti séu í heiðri höfð. Hér á ég við verðmæti eins og þau að samfélagið sé opið gagnvart öðrum þjóðum og að almennt umburðarlyndi sé ríkjandi í stjórnmálum og menningu (sem útilokar þó ekki baráttu gegn hjátrú og hleypidómum). Auk þess mætti nefna frjálst flteði upplýsinga (sem felur í sér tjáningar- og umræðufrelsi, frelsi til þess að ferðast og til þess að kanna hvaða vísindalega áhugavert vandamál sem er), sjálfstreði vísinda gagnvart öðrum þjóðfélagsþáttum og sérstaklega stjórnmálum, og almenna andstöðu við alrteðisviðhorf. Þetta felur í sér að eina kennivald vísinda yrðu þekking og hæfileikar og að andríki og smekkvísi yrðu allsráðandi í þjóðfélaginu. Höft á mannlegum samskiptum, fjandskapur við öndverðar heimspekistefn- ur og aðferðafræði, hvers konar einveldi sem ritskoðar skrif fræðimanna og ráðskast með rannsóknir þeirra en hyglir auðsveipum stuðningsmönnum, eru hins vegar þættir sem draga stórlega úr hlutlægni og vísindaleg starfsemi almennt setur ofan. En það eru önnur félagsleg skilyrði hlutlægni sem sýna hvað best tengsl hennar við mannúðarstefnu. Svo lengi sem vísindaiðkun er forréttindi lítils minnihlutahóps og er algjörlega einangrað og sérhæft svið, merkir orðið „hlutlægur" oft það sem sérfræðingar hafa komið sér saman um. Hópur athugenda og gagnrýnenda stækkar hins vegar í réttu hlutfalli við þann fjölda fólks sem aflar sér menntunar sjálft og hefur áhuga á vísindum. Dómgreind almennings á hlutlægt gildi rannsókna og kenninga verður því næmari og gagnrýnni. Svipaða greiningu mætti gera á hugtakinu vísindaleg rökvísi. Oll rökvísleg hegðun er gildishlaðin: hún felst í því að velja þann kostinn sem líklegastur er til að ná settu marki. I fæstum tilvikum eru markmiðin rannsökuð; það er gengið að þeim sem vísum eða þau eru sett innan sviga, en það skapar þá blekkingu að tæknileg skynsemi taki enga afstöðu til verðmæta og sé því siðferðilega hlutlaus. Svo er auðvitað ekki. Fjölmargar nýjar afurðir hins hárökvísa framleiðsluferlis gefa einungis af sér meiri gróða fyrir fram- leiðandann en fullnægja mannlegum þörfum ekki betur. Rannsókn á þeim gildum sem dyljast í sjálfu hugtakinu „rökvísi" vekur spurninguna um endanleg markmið vísindalegra rannsókna. Það er nú orðið deginum ljósara að sum mestu afrek vísindanna á þessari öld hafa verið misnotuð að 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.