Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 48
Tímarit Máls og menningar um mannlegum fræðum sem hefur alltaf staðið á sama um alla hagnýtingu þekkingar og gildi framkvæmda. Þetta viðhorf má rekja til afstöðu forn- Grikkja til vinnunnar og þeirrar skoðunar að theoria skipti sérstaklega máli í því skyni að fullnýta möguleika mannsins, en ekki sem tæki til þess að hrinda ákveðnum hagnýtum markmiðum í framkvæmd. Hugtakið human- itas hjá Cicero merkir þá heild sérmannlegra eiginleika sem hægt er að rækta í hverjum einstaklingi með viðeigandi menntun. Þess vegna var það jafnan markmið mannlegra fræða í háskólum miðalda, á endurreisnartímanum og síðar, að leggja rækt við andlega hæfileika og byggja upp nauðsynlegan menningargrundvöll í viðkomandi þjóðfélagi. Það voru mannleg fræði sem skópu valdastétt evrópskra menntamanna í margar aldir, en þau féllu úr forsæti sínu sem námsgrein við upphaf iðnbyltingarinnar þegar hin öra og síaukna þróun tæknivísinda hófst. Togstreitan milli mannlegra fræða og náttúruvísinda birtist nú í nýrri mynd. Mannhyggjusinnar gera skarpan greinarmun á lögmálsbundnum og merkingarbundnum vísindum og halda því fram að vísindalegum lögmálum verði ekki komið yfir mannlegt samfé- lag. I stað þeirrar aðferðar sem leitast við að útskýra lögmál verði merking- arskilningur að koma til; formlegar og tölvísindalegar aðferðir séu því villandi, tilgangslausar og þar fram eftir götunum. Vísindahyggjumenn svara því til að réttnefnd vísindaleg rannsókn hljóti að fylgja skýrt af- mörkuðum aðferðafræðilegum reglum, beita samviskusamlegum vinnu- brögðum og komast að niðurstöðum sem allir geti gengið úr skugga um með athugunum og tilraunum. Mannhyggjusinnum hættir aftur á móti til ónákvæmni, þeir reiða sig á ósannanlega huglæga þætti (innsæi, ímyndun, skilning, o. þ. h.) sem leiða til vafasamra og huglægra niðurstaðna. Forsvarsmenn vísindahyggjunnar draga eflaust upp mjög einsýna og ein- faldaða mynd af vísindum sem getur hvorki gert grein fyrir verðmætum né þeirri viðleitni, þeirri skapandi starfsemi sem vísindin eru. En þeir hafa mikið til síns máls þegar þeir gagnrýna tilraunir til þess að draga skarpa markalínu milli vísinda og mannlegra fræða. Það er einungis stigsmunur á náttúru- og félagsvísindum. Það er lykilatriði í gagnrýninni samfélagskenn- ingu að afhjúpa þá möguleika sem leynast í félagslegum aðstæðum. Þetta krefst mjög nákvæmrar rannsóknar á því hvaða tilhneigingar eru ríkjandi í núverandi aðstæðum og hver framvindan muni verða. An slíkrar rann- sóknar verða gagnrýnin mannvísindi hættulega óljós og óákveðin. Ef við vitum ekki nákvæm deili á þjóðfélagslögmálum og félagslegum stað- reyndum þá þekkjum við ekki þá þætti sem ráða því hvaða félagslegar aðgerðir geta náð árangri. Gagnrýni vinstri manna á vísindahyggjuna á sér aðrar ástæður, þótt hún þjáist af sömu tvíhyggjunni milli vísinda og mannlegra fræða. Meðlimir 278
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.