Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 59
Afmœliskveðja til vinar
fram með hrísgrjónum og svörtum baunum og steiktum banönum. Bjórinn
og rommið flæða og nágrannarnir streyma að, allir fá að borða og drekka
meðan eitthvað er til og allir fá að taka í höndina á mér og skoða mig í krók
og kring og öllum finnst merkilegt að ég skuli komin um óravegu til að éta
svín og drekka bjór undir mangótrjánum.
Eg kom með plötuspilara í farteski mínu og nokkrar plötur og nú er tæk-
ið sett í samband inni í stofu og plata undir nálina. Þetta er merkileg plata
sem mér var gefin í Moskvu: tónlist frá Guineu, fjörug og seiðmögnuð og
vekur ófyrirséðar kenndir með veislugestum. Stofan er brátt orðin að iðandi
kös og ekki líður á löngu þar til einn dansarinn tekur af skarið, dregur upp
hvítan vasaklút og sveiflar honum af kúnst. Þetta er merki sem virðist þýða:
farið frá, ég þarf að dansa! Fólkið hörfar upp að veggjunum, stendur þar í
hring, klappar saman lófum, dillar sér í lendum og hrópar hvatningarorð til
snillingsins sem dansar einn á miðju gólfi, dansar af innri þörf með
fjarrænan glampa í augum, dansar með öllum líkamanum. Eg stend gapandi
og hef aldrei séð annan eins dans. Frumskógurinn er kominn inn í stofu,
rytminn og hreyfingarnar hafa völdin. Dansarinn heitir José og er sjötugur
svertingi, býr í næsta húsi. Seinna kemst ég að raun um að hann er
galdrakarl og fæst við kukl í fullri alvöru; menn koma til hans ef þeir þurfa
að ná sér niðri á einhverjum, hann kann að sjóða seið og þylja særingar.
Konan hans, Juanita, er formaður byltingarvarnarnefndarinnar í hverfinu
og á heimili þeirra eru haldnir fundir þar sem vandamálin eru rædd, þar eru
skipulagðar bólusetningarherferðir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir í heil-
brigðismálum, þangað koma menn til að hlýða á fyrirlestra um marxisma,
alþjóðamál eða efnahagsmál. Ekki varð ég vör við að neinum þætti skrýtið
að José og Juanita væru hjón, bæði voru virtar persónur í sínu umhverfi.
II
Fólkið er allavega á litinn, frá biksvörtu yfir í skjannahvítt og allt þar á milli.
Smám saman hætti ég að taka eftir hörundslit þess, hann skiptir hvort eð er
engu máli. Kúbanska þjóðin varð til við blöndun tveggja kynstofna —
einskonar hanastél úr spönsku og afrísku blóði, kryddað með tilfallandi
asískum og evrópskum innflytjendum á ýmsum tímum. Frumbyggjum eyj-
arinnar, indíánum af ættflokkunum Siboney og Taínos, útrýmdu Spánverjar
á hálfri öld eftir að þeir fundu þetta „fegursta land sem mannleg augu hafa
litið“ einsog Kólumbus orðaði það í dagbók sinni 27. október 1492. Ahrifa
indíána gætir því lítt í kúbanskri menningu, en á síðustu árum hefur verið
unnið ötullega að fornleifagrefti og rannsóknum á lifnaðarháttum þeirra.
Þegar Spánverjar höfðu útrýmt indíánunum hófu þeir innflutning á
289