Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 59
Afmœliskveðja til vinar fram með hrísgrjónum og svörtum baunum og steiktum banönum. Bjórinn og rommið flæða og nágrannarnir streyma að, allir fá að borða og drekka meðan eitthvað er til og allir fá að taka í höndina á mér og skoða mig í krók og kring og öllum finnst merkilegt að ég skuli komin um óravegu til að éta svín og drekka bjór undir mangótrjánum. Eg kom með plötuspilara í farteski mínu og nokkrar plötur og nú er tæk- ið sett í samband inni í stofu og plata undir nálina. Þetta er merkileg plata sem mér var gefin í Moskvu: tónlist frá Guineu, fjörug og seiðmögnuð og vekur ófyrirséðar kenndir með veislugestum. Stofan er brátt orðin að iðandi kös og ekki líður á löngu þar til einn dansarinn tekur af skarið, dregur upp hvítan vasaklút og sveiflar honum af kúnst. Þetta er merki sem virðist þýða: farið frá, ég þarf að dansa! Fólkið hörfar upp að veggjunum, stendur þar í hring, klappar saman lófum, dillar sér í lendum og hrópar hvatningarorð til snillingsins sem dansar einn á miðju gólfi, dansar af innri þörf með fjarrænan glampa í augum, dansar með öllum líkamanum. Eg stend gapandi og hef aldrei séð annan eins dans. Frumskógurinn er kominn inn í stofu, rytminn og hreyfingarnar hafa völdin. Dansarinn heitir José og er sjötugur svertingi, býr í næsta húsi. Seinna kemst ég að raun um að hann er galdrakarl og fæst við kukl í fullri alvöru; menn koma til hans ef þeir þurfa að ná sér niðri á einhverjum, hann kann að sjóða seið og þylja særingar. Konan hans, Juanita, er formaður byltingarvarnarnefndarinnar í hverfinu og á heimili þeirra eru haldnir fundir þar sem vandamálin eru rædd, þar eru skipulagðar bólusetningarherferðir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir í heil- brigðismálum, þangað koma menn til að hlýða á fyrirlestra um marxisma, alþjóðamál eða efnahagsmál. Ekki varð ég vör við að neinum þætti skrýtið að José og Juanita væru hjón, bæði voru virtar persónur í sínu umhverfi. II Fólkið er allavega á litinn, frá biksvörtu yfir í skjannahvítt og allt þar á milli. Smám saman hætti ég að taka eftir hörundslit þess, hann skiptir hvort eð er engu máli. Kúbanska þjóðin varð til við blöndun tveggja kynstofna — einskonar hanastél úr spönsku og afrísku blóði, kryddað með tilfallandi asískum og evrópskum innflytjendum á ýmsum tímum. Frumbyggjum eyj- arinnar, indíánum af ættflokkunum Siboney og Taínos, útrýmdu Spánverjar á hálfri öld eftir að þeir fundu þetta „fegursta land sem mannleg augu hafa litið“ einsog Kólumbus orðaði það í dagbók sinni 27. október 1492. Ahrifa indíána gætir því lítt í kúbanskri menningu, en á síðustu árum hefur verið unnið ötullega að fornleifagrefti og rannsóknum á lifnaðarháttum þeirra. Þegar Spánverjar höfðu útrýmt indíánunum hófu þeir innflutning á 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.