Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 63
Afmœliskvedja til vinar ingar í gangi á sama tíma, nema a. m. k. önnur þeirra væri laus við fyrirferðarmikil leiktjöld. Þessvegna var oft gripið til þess að sýna verk sem byggð voru á tónlist og ljóðalestri, og stundum voru fengnir tónlistarmenn utan úr bæ til að halda tónleika á sviðinu, oftast vísnasöngvarar. Ahorf- endasalurinn rúmaði 4—500 manns, og yfirleitt voru sýningar vel sóttar. Lengstar voru biðraðirnar þegar sýnd voru verk eftir Hector Quintero, sem er þeirra Kjartan Ragnarsson: höfundur skemmtilegra gamanleikja sem fjalla um samtímann á smellinn og gagnrýninn máta og höfða beint til áhorfenda. Hvert sem verkefnið var, hvort sem verið var að sviðsetja Lope de Vega, Tsjékhof, Garcia Lorca eða Brecht, var þó ein spurning ævinlega efst í huga leikstjóra og leikara: hvaða erindi á þetta tiltekna verk við kúbanska áhorfendur áttunda áratugsins? Æfingatíminn var yfirleitt langur og mikið af honum fór í að ræða verkið, skoða hugmyndir höfundarins og setja þær í samhengi við þá hugmyndafræði sem hópurinn tileinkaði sér, hugmynda- fræði kúbönsku byltingarinnar. Ekki til að gera Lope de Vega að kommún- ista, fjarri fór því, heldur til að skoða hann í ljósi sögunnar með gagnrýnu hugarfari. Stutt lýsing á þeim aðferðum sem Vicente Revuelta beitti við uppsetningu á Þremur systrum eftir Tsjékhof getur ef til vill varpað ljósi á þennan vinnumáta. Til að byrja með var settur á laggirnar fjögurra manna vinnuhópur, sem í voru, auk leikstjórans, tveir bókmenntafræðingar og ég, aðstoðarleikstjór- inn. Við lásum leikritið vandlega og bárum þýðinguna saman við frumtext- ann, gerðum á henni nokkrar breytingar og ræddum textann á endalausum fundum. Þá lásum við Stanislavsky og lýsingar hans á samstarfi þeirra Tsjékhofs. Við kynntum okkur ástandið í Rússlandi á 19. öld, einkum með tilliti til þeirrar menntuðu millistéttar sem systurnar þrjár tilheyrðu. Loks skipuðum við í hlutverkin og kölluðum leikarana á okkar fund. Þá hófst tímabil samlestrar og umræðna um verkið, sem urðu frjóar og fjörugar. Vicente hafði snúið baki við Grotowsky, taldi sig hafa tæmt möguleika þeirrar aðferðar í Pétri Gauti. Eitt vildi hann þó nýta sem Grotowsky hafði kennt honum: upphitunaræfingar fyrir leikarana, og á þeim hófust allar æfingar á Þremur systrum. Þær gegndu því tvíþætta hlutverki að liðka skrokkana og hjálpa leikurunum að einbeita sér andlega. Allan tímann voru að gerjast í okkur ýmsar hugmyndir um þann boðskap sem við vildum koma á framfæri með sýningunni. Við þóttumst sjá talsvert misræmi milli texta Tsjékhofs og túlkunar Stanislavskys á honum. Okkur langaði til að svipta systurnar dýrðarljóma hinna saklausu fórnarlamba sem okkur þótti þær hafa verið sveipaðar. Við einsettum okkur að hrista upp í áhorfendum og segja þeim að uppgjöf og aðgerðaleysi systranna væri lífsflótti, siðfræði 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.