Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 65
Afmteliskveðja til vinar er nú haldin í Havana kvikmyndahátíð þar sem sýndar eru og verðlaunaðar kvikmyndir frá Rómönsku Ameríku, annað hvert ár er haldin leiklistarhátíð þar sem gefur að líta úrval þess besta sem leikhús landsins hafa upp á að bjóða, auk erlendra gestasýninga. Bókmenntasamkeppni forlagsins Casa de las Americas hefur verið fastur liður í menningarlífi Suður-Ameríku um margra ára skeið. Kúbanski ballettinn hefur farið margar frægðarferðir um heiminn, Teatro Estudio hefur einnig hleypt heimdraganum og m. a. sýnt leikrit Garcia Lorca á Spáni við góðar undirtektir. Annar leikhópur, Teatro Escambray, var væntanlegur í leikferð til Norðurlandanna síðast þegar ég vissi. Kúbanskir tónlistarmenn eru stöðugt á ferðinni og syngja sig inn í hjörtun jafnvel í löndum þar sem Kúba hefur lengi verið á svarta listanum, einsog t. d. í Bandaríkjunum og Brasilíu. Þannig mætti lengi telja og sýna fram á með rökum að Kúba hefur ekki lokast inni í menningarlegri einangr- un, þrátt fyrir allt. Ef ég ætti að benda á eitt atriði sem öðrum fremur einkennir kúbanska listamenn okkar tíma segði ég líklega: þeir líta á byltinguna sem sitt eigið verk. „Byltingin — það erum við.“ Þegar kúbanskir listamenn gagnrýna þjóðfélagið eru þeir um leið að gagnrýna sjálfa sig á meðvitaðan hátt. Þetta hugarfar er ekki bundið við listamenn eina. Bandaríski rithöfundurinn Margaret Randall sem bjó á Kúbu í mörg ár sagði einhverntíma að ekkert væri auðveldara en að finna út hverjir væru með eða á móti byltingunni: hinir fyrrnefndu töluðu um þjóðfélagið í fyrstu persónu fleirtölu, hinir síðarnefndu notuðu þriðju persónu fleirtölu. Við erum að byggja upp nýtt þjóðfélag, við þurfum að höggva meiri sykurreyr til að afla gjaldeyris og auka vöruúrvalið í búðunum okkar — setningar á borð við þessar heyrir maður oftast, og þær raddir eru óneitanlega hjáróma sem segja að þeir séu að gera eitthvað. Þetta er mergurinn málsins. Þar sem fólkið sjálft tekur þátt í að breyta þjóðfélaginu sér í hag, þar sem það er með í ráðum og lítur á þróunina sem sitt eigið verk — þar hefur byltingin níu líf að minnsta kosti og þar er alltaf von, á hverju sem gengur. 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.