Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 75
Bettah Nevah Come“ Dub-skáldin Samfara þróun reggítónlistarinnar spratt upp ný tegund textagerðar sem kölluð hefur verið „dub-skáldskapur“. Þekktustu dub-skáldin eru líklega Mutabaruka, Michael Smith, Linton Kwesi Johnson og Oku Onuora en fleiri mætti nefna sem yrkja í svipuðum stíl, svo sem skáldkonuna Valerie Bloom. Oku Onuora segir að dub-ljóð sé ekki bara að fella ljóðlínur að reggíryþma heldur sé hann í raun innbyggður í ljóðið sjálft þannig að jafnvel þó það sé flutt án undirleiks megi samt vel greina reggíhrynjandina. Ryþmísk ljóðagerð af þessu tagi er vel þekkt úr skáldskap svertingja sl. áratugi. Nægir að minna á jazzljóð Bandaríkjamannsins Ameer Baraka og trílógíu Edward Kamu Brathwaite, The Arrivants, frá 7. áratugnum. Dub-skáldin frá Jamaíka eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áhrifum af reggítónlistinni og söngtextum hennar. Plötusnúðarnir U-Roy, I-Roy og Big Youth hafa allir haft umtalsverð áhrif á dub-skáldin en þau hafa einnig notið góðs af kynnum sínum af öðrum textahöfundum reggítónlistarinnar svo sem Bob Marley, Peter Tosh og Bunny Wailer. Dub-skáldin hafa sama tungutak og reggílistamennirnir, fjalla oft um svipuð yrkisefni og höfða til sama áheyrendahóps og hlustar á reggí. Þessi skáldskapur er fyrst og fremst fyrir eyrað og þess vegna er honum komið á framfæri með hljómplötum fremur en bókum enda þótt báðir þessir miðlar séu notaðir. Annað einkenni á dub-kveðskapnum er að þar er beitt þeirri kreólamál- lýsku sem alþýðan á Jamaíka talar, en reglur Oxfordenskunnar látnar sigla sinn sjó. Þessi mállýska var lengi vel ekki viðurkennd en það er nú að breytast. „Þegar þjóðirnar í Karíbahafinu fengu pólitískt sjálfstæði fóru þær að bera virðingu fyrir sínum eigin tungumálum," segir ljóðskáldið James Berry. „Þegar þær höfðu viðurkennt sína upprunalegu rödd fylgdi ný veru- leikasýn í kjölfarið, tilgerðarleysi og stolt. Það opnaði ný frjósöm innri svið sjálfstjáningar eins og sjá má í ljóðagerð, leikritun og bókmenrítum al- mennt.“ Skáldkonan Louise Bennett var brautryðjandi í því að nota kreóla- mállýsku Jamaíka í ljóðagerð. Allt frá 5. áratugnum hefur hún sýnt fram á að með tungutaki þessu má skapa áhrifamikinn kveðskap. Michael Smith Eitt eftirtektarverðasta dub-skáldið var án efa Michael Smith. Hann fæddist í Kingston árið 1954, stundaði um tíma leiklistarnám og byrjaði um það leyti að flytja sín eigin ljóð. LP-plata hans, „Mi Cyaan Believe It“, sem út kom 1983 er þegar orðin klassík í reggíhefðinni. A henni nýtur hann aðstoð- ar Dennis Bovells og fleiri ágætra tónlistarmanna. 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.