Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 76
Tímarit Máls og menningar Það sem öðru fremur einkennir kveðskap Smiths er ákaflega sterk hrynj- andi. Má raunar segja að verk hans njóti sín ekki nema þau séu lesin upphátt og innbyggt hljómfall þeirra komi í ljós. Sjálfur sagði Smith að þeir sem hefðu haft mest áhrif á ljóðagerð sína í byrjun væru diskótekarinn U-Roy og gosdrykkjasali nokkur á götuhorni í Trenchtown. Sá síðarnefndi hafi í sífellu spunnið upp úr sér stórkostlegan rímaðan kveðskap til að laða að viðskiptavini. Ljóðagerð Smiths ber einmitt vitni um þá geysilegu mögu- leika sem búa í talmálinu, einkum hvað varðar rím og hrynjandi. I ljóðum hans er brugðið upp myndum úr daglegu lífi á Jamaíka. Þar virðist á yfirborðinu allt hjakka í sama fari fátæktar, kynþáttamisréttis og vonleysis en undir niðri hleðst upp sú spenna sem á eftir að kollvarpa öllu, fyrr eða síðar verður þögnin rofin. Kvöldið 16. ágúst á sl. ári var Michael Smith á pólitískum fundi í heimaborg sinni St. Andrews. Á fundinum andmælti hann einum aðalræðu- manni fundarins, Mavis Gilmour menntamálaráðherra í núverandi stjórn Verkamannaflokksins. Næsta morgun var Smith á gangi framhjá höfuð- stöðvum Verkamannaflokksins í borginni þegar fjórir menn stöðvuðu hann og spurðu hvað hann væri að gera í hverfinu. Að sögn sjónarvotta mun Smith hafa svarað: „Eg er frjáls að því að ganga hvar sem er á þessari eyju.“ Þá hófu fjórmenningarnir að kasta í hann grjóti og hættu ekki fyrr en þeir höfðu grýtt hann til bana. Linton Kwesi Johnson Tónleikar Linton Kwesi Johnsons og Dennis Bovell Dub Band hér á landi í nóvember á sl. ári verða lengi í minnum hafðir. Johnson fæddist árið 1952 á Jamaíka en fluttist 11 ára gamall til London þar sem hann hefur verið bú- settur síðan. Undanfarin ár hefur hann starfað við tímaritið Race Today sem einkum hefur látið málefni innflytjenda í Bretlandi til sín taka. Fyrstu ljóðabók sína, „Raddir hinna lifandi og hinna dauðu“, sendi hann frá sér árið 1973. Síðan hafa komið frá honum 2 ljóðabækur og 4 LP-plötur. Að mati Johnsons varð reggítónlistin til fyrir áhrif þeirra breytinga sem áttu sér stað í samfélaginu á Jamaíka á þeim tíma. Tónlistarmennirnir veittu þeirri spennu sem lá í loftinu inn í tónlistina og tjáðu þannig á huglægan hátt sögulega reynslu af kúgun og uppreisn. Hið sama má raunar segja um kveðskap Johnsons sjálfs, hann einkennist af þessari innri spennu í ríkum mæli. Hún birtist bæði í rími og hrynjandi ljóðanna og einnig í yrkisefnun- um sem iðulega snúast um þá togstreitu sem átt hefur sér stað í samskiptum þeldökkra innflytjenda við breskt samfélag. Ljóð hans „Inglan is a Bitch“ lýsir t. d. í fáum dráttum sögu svarts verkalýðs frá Vestur-Indíum í Eng- 306
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.