Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 79
Jiirgen Borchert Dauðinn og sannleikurinn Nú er hann Páll Harðbeinsson slátrari dáinn. Og þegar fólk frétti um látið hans varð því að orði: Jæja, þá hefur nú konan hans loksins fengið friðinn. Páll slátrari var sum sé bölvuð skepna og fólk kallaði hann Beina-Pál, af því að hann var eins og beinagrind í útliti. Menn viku gjarnan úr vegi fyrir honum og það var líka eins heppilegt; bjórfýluna lagði tvo metra fram úr honum þegar hann strunsaði hnakkakerrtur um strætin með seppa sinn í bandi, eins félegur og hann nú líka var. Hundtetrið batt hann utan við krána og þar fékk hann að gjamma þangað til húsbóndi hans kom út. Af þessu gat allur bærinn merkt hvar dólgurinn sat og svældi sína kolrömmu vindlinga og kneifaði sinn tuttugasta bjór. Væri Palli slompaður, slangraði hann bölvandi heim og lamdi konu sína. Hann var daglega slompað- ur, svo að konan fékk sinn daglega skammt. Hver og einn verður að hafa reglu á hlutunum, eins og þar stendur. Frú Harðbeins faldi marbletti sína og skrámur undir hlífðargleraugum og skýluklútum, þegar hún fór út á daginn að kaupa kvöldskammtinn handa eigin- manni sínum. Sérhver ný flaska, sem hún keypti, þýddi nýja skrokk- skjóðu fyrir háttumálin. Þannig var allt í stökustu röð og reglu. Og nú er svínið hann Páll Harðbeins dauður. Bólguþrútinn lifrar- skrattinn hafði sagt upp vistinni. Og ekkjan, hvað gerir hún? Ekkert lægi nær en að hún birti neðanskráða auglýsingu innan um dánartilkynningar bæjarblaðsisns: Eftir langvinnan sjúkdóm, sem einungis var sjálfskaparvíti, hefur eiginmaður minn, það bæjarkunna svín, Páll Harðbeinsson, 67 ára að aldri, drukkið sig í hel, eins og við mátti búast. Þetta tilkynnist hér með af mikilli ánægju. Anna Harðbeins, fædd Muller. Næstu daga verður tekið á móti hamingjuóskum frá 1—3. 309
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.