Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 81
Yashar Kemal
Barnið
Hann gekk svo hratt að rykið þyrlaðist um hann upp í mitti.
Ringlaður af sólinni kjagaði hann áfram, sjóðheitt moldarrykið
þrengdi sér inn í götótta skóna og brenndi sig inn í fæturna.
Ismail tuldraði í barm sér á göngunni, svo lágt að varla mátti
greina. Hann hélt á barni sem vafið var í stagbætt sjal. Höfuð þess
hékk máttleysislega út af handlegg hans. Andlit barnsins var dökk-
rautt, líkast hrárri lifur. Það var alþakið ryki, augun voru lokuð.
Hálsinn örmjór . . .
í ryki upp í mitti gengur Ismail og tautar við sjálfan sig. Svitinn á
röndóttu skyrtunni hans breyttist í leðju þegar hann blandaðist ryk-
inu. Allt um kring var fólk að starfi við að binda korn, drunurnar í
uppskeru- og þreskivélunum yfirgnæfðu allt.
Ismail tók stefnu út á akurinn þar sem karlar og konur drógu til
kornknippi. Hann lagði barnið undir vatnstunnukerru, á blauta jörð-
ina. Rétt hjá svaf gulur hundur, tungan lafði út úr honum í allri sinni
lengd. Ismail klifraði upp á kerruna, fyllti ausu af vatni og drakk af
áfergju, afgangurinn helltist yfir loðna bringuna.
Hann settist á jörðina, hallaði sér upp að hjólinu og teygði úr fót-
unum. Stóratáin gægðist út um gat á skónum. Iljarnar voru þaktar
sárum, neglurnar langar.
Kona sem var að vinna skammt frá kom að kerrunni til að fá sér að
drekka. Þegar hún nálgaðist sást að hún var mjóleit með hvassa höku.
Stór dökk augun störðu á Ismail.
„Hvað er þetta Ismail bróðir? Hvað ertu að gera hér?“ Athygli
hennar beindist að barninu undir kerrunni. „Ó,“ sagði hún. „Vesa-
lings Zala. Vesalings dökkeyga Zala mín.“ Hún beygði sig niður og
tók barnið upp. „Hálsinn á því lafir svo,“ sagði hún. „Það lifir ekki,
bróðir. Æ Zala mín, dökkeyga Zala mín. Engin var henni lík.“
Konan hneppti frá brjóstinu og stakk geirvörtunni í munn barns-
ins. Það fór strax að sjúga. „Sjáðu Ismail bróðir, barnið tekur
311