Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 82
Tímarit Máls og menningar brjóstið! Það er svangt, það er allt sem amar að því. Og svo hefur hitinn þurrkað það upp. Eg ætla að kalla á Huru, hún getur gefið því að drekka. Brjóstin á henni eru full af mjólk, og barnið hennar er heima. Hún hefur mjólkað úr sér á jörðina síðan í morgun." Hún tók barnið af brjóstinu. „Það vill ekki sleppa þurru brjóstinu! Huru, hó, Huru, komdu góða, komdu hingað!“ Huru tók sig út úr hópnum sem var að vinna. „Komdu Huru, það er barnið hennar Zölu. Komdu og gefðu því brjóst.“ Huru tók við barninu og sneri sér undan. „Æjá,“ sagði hún. „Þetta er forsjónin. Eg þoldi ekki við lengur, brjóstin voru svo úttútnuð, ég var að því komin að mjólka úr þeim á jörðina. Þetta er forsjónin . . .“ „Það var engin eins og Zala,“ sagði konan með oddhvössu hökuna. „Hún var engri lík. Þegar við vorum ungar stúlkur fórum við oft saman að reyta illgresi. Andlitið á henni var svo glaðlegt og brosmilt. Og hárið á henni! Svo svart, næstum blátt! Það var bara eitt að henni, hún gat ekki gengið berfætt. Svo viðkvæm . . .“ Huru tók barnið af brjóstinu. Augu þess voru enn lokuð, aðeins hakan bærðist. Mjólkurdropar sátu í kring um munninn. „Og ég sem var næstum búin að mjólka úr mér á jörðina,“ andvarpaði Huru. „Vesalings Zala mín, hverjum hefði dottið í hug að barnið hennar yrði skilið eftir hjá vandalausum?" „Bróðir,“ sagði sú með oddhvössu hökuna, „hvernig bar dauða hennar að?“ Nokkrar konur, sem höfðu tekið eftir barninu á handlegg Huru, hættu að vinna og nálguðust hópinn við kerruna. Fremst var Hava gamla, með hvítt hárstrýið fram undan skýluklútnum. „Hvað er þetta? Er þetta barn Zölu? Vesalings Zala mín,“ sagði hún og nokkur tár runnu niður kinnar hennar. „Vesalings dökkeyga Zala mín, ólánssama barnið mitt, getur verið að hún sé dáin? Hvernig dó hún?“ „Já, hvernig dó hún, Ismail,“ spurði Svarta Elif, lágvaxin og kinnfiskasogin kona. „Hvað gerðir þú?“ Ismail tautaði stöðugt í barm sér. Snögglega stóð hann upp, hristi sig, þreif barnið af Huru og hagræddi því á handlegg sér. „Hún dó,“ svaraði hann hranalega. „Ég fór með hana til læknis, en hún dó samt. Hann sprautaði hana, samt dó hún.“ Hann gekk hratt af stað. 312
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.