Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 82
Tímarit Máls og menningar
brjóstið! Það er svangt, það er allt sem amar að því. Og svo hefur
hitinn þurrkað það upp. Eg ætla að kalla á Huru, hún getur gefið því
að drekka. Brjóstin á henni eru full af mjólk, og barnið hennar er
heima. Hún hefur mjólkað úr sér á jörðina síðan í morgun."
Hún tók barnið af brjóstinu. „Það vill ekki sleppa þurru brjóstinu!
Huru, hó, Huru, komdu góða, komdu hingað!“
Huru tók sig út úr hópnum sem var að vinna. „Komdu Huru, það
er barnið hennar Zölu. Komdu og gefðu því brjóst.“
Huru tók við barninu og sneri sér undan. „Æjá,“ sagði hún. „Þetta
er forsjónin. Eg þoldi ekki við lengur, brjóstin voru svo úttútnuð, ég
var að því komin að mjólka úr þeim á jörðina. Þetta er forsjónin . . .“
„Það var engin eins og Zala,“ sagði konan með oddhvössu hökuna.
„Hún var engri lík. Þegar við vorum ungar stúlkur fórum við oft
saman að reyta illgresi. Andlitið á henni var svo glaðlegt og brosmilt.
Og hárið á henni! Svo svart, næstum blátt! Það var bara eitt að henni,
hún gat ekki gengið berfætt. Svo viðkvæm . . .“
Huru tók barnið af brjóstinu. Augu þess voru enn lokuð, aðeins
hakan bærðist. Mjólkurdropar sátu í kring um munninn. „Og ég sem
var næstum búin að mjólka úr mér á jörðina,“ andvarpaði Huru.
„Vesalings Zala mín, hverjum hefði dottið í hug að barnið hennar
yrði skilið eftir hjá vandalausum?"
„Bróðir,“ sagði sú með oddhvössu hökuna, „hvernig bar dauða
hennar að?“
Nokkrar konur, sem höfðu tekið eftir barninu á handlegg Huru,
hættu að vinna og nálguðust hópinn við kerruna. Fremst var Hava
gamla, með hvítt hárstrýið fram undan skýluklútnum.
„Hvað er þetta? Er þetta barn Zölu? Vesalings Zala mín,“ sagði
hún og nokkur tár runnu niður kinnar hennar. „Vesalings dökkeyga
Zala mín, ólánssama barnið mitt, getur verið að hún sé dáin? Hvernig
dó hún?“
„Já, hvernig dó hún, Ismail,“ spurði Svarta Elif, lágvaxin og
kinnfiskasogin kona. „Hvað gerðir þú?“
Ismail tautaði stöðugt í barm sér. Snögglega stóð hann upp, hristi
sig, þreif barnið af Huru og hagræddi því á handlegg sér. „Hún dó,“
svaraði hann hranalega. „Ég fór með hana til læknis, en hún dó samt.
Hann sprautaði hana, samt dó hún.“
Hann gekk hratt af stað.
312