Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 83
Barnid Svartar sjalvar-buxurnar1 flöksuðust rifnar um langa fótleggina; sums staðar grisjaði í hvítar nærbuxurnar. Konurnar stóðu undrandi og störðu á eftir honum. Hava gamla bærði gamlar og skorpnar varirnar: „Olánssami drengur! Vesalingurinn, sjáið þið ekki hvað honum líður illa? Hann er að springa af harmi. Hann gat ekki horft framan í okkur. Eins og hann hefði sjálfur drepið konuna . . .“ Sú stuttfætta og kinnfiskasogna: „Nei, það gerði hann ekki, hann hugsaði bara ekkert um Zölu. Hann ætti sjálfur skilið að drepast. Látum hann ganga frá þorpi til þorps með barnið á handleggnum. Já, gangi hann bara. Það er sagt að hún hafi mátt liggja í tuttugu daga áður en hann fór með hana til læknis. Fylgjan var víst föst inni í henni og var víst farin að úldna, þetta segir fólk. Var nokkur eins og Zala? Haldið þið, að ef hún Emine gamla hefði verið á lífi, að hún hefði látið þennan villimann hann Ismail fá hana Zölu?“ „Vesalings maðurinn," heyrðist í Huru þaðan sem hún sat. „Nú biður hann um hjálp hjá vandalausum. Ismail er góður og heiðarlegur maður, sem skiptir sér ekki af öðrum, hvorki til góðs né ills.“ „Skyldi hann finna nokkurn til að fóstra barnið," spurði Hava gamla. Sú með oddhvössu hökuna: „Hver heldur þú að vilji taka það? Fólk getur ekki einu sinni hugsað um sín eigin börn. Sjáðu Huru til dæmis! Hér er hún að vinna og skilur fallega barnið sitt eftir heima. Þar er það banhungrað og grætur allan liðlangan daginn, suðar eins og býfluga, og hún hér og mjólkar sig á jörðina. Barnið hennar Huru hefur það varla af. Það er von, þegar hún kemur heim á kvöldin er mjólkin orðin eins og blóð . . .“ Huru stóð og hallaði sér upp að trénu. „Haldið þið að mig langi til að koma? Það er eymdin sem rekur mig af stað. Annars værum við dauð úr hungri, öll fjölskyldan. Við yrðum að þiggja hjálp af öðrum. Það er ekki eins og þú vitir þetta ekki, systir. Ef ég kæmi bara ánægjunnar vegna . . .“ „Já, það er erfitt," sagði Hava gamla. „Að þiggja ölmusu er verra en dauðinn.“ 1 Buxur sem karlmenn og konur bera, mjög víðar. Þeim er haldið saman með líningum um mitti og ökkla. 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.