Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 86
Tímarit Máls og menningar
þrekleg, svaf með höfuðið upp við dyrakarminn og fæturna dregna
upp undir sig.
Ismail stóð hreyfingarlaus og horfði með eymdarsvip á barnið sem
enn var ekki hætt að vola. Konan reisti höfuðið varlega, en við það
flaug flugnahópur á brott. Hún nuddaði augun en gat ekki komið
auga á Ismail, sagði með lágri röddu:
„Hvað er þetta? Hvers vegna kemurðu ekki inn, því stendurðu úti
í sólskininu?“ Ismail heyrði ekki. Hann laut höfði og starði á barnið.
Skuggi hans féll á dyrnar og á rykið fyrir framan þær, breiður skuggi
sem nam hálfri mannslengd. Konan stóð upp, „Ismail, drengurinn
minn, ert þetta þú?“ Hún tók barnið, Ismail hreyfði sig ekki. Barnið
grét enn. „Svona barnið mitt, ekki gráta. Komdu inn Ismail. Þú hefur
brunnið í sólinni, það er eins heitt og í helvíti. Komdu drengur minn,
ólánssami drengurinn minn.“
Hún lagði barnið á slitna ábreiðu og tók um handlegg hans.
„Komdu inn drengur, komdu sorgmæddi Ismail minn. Þú ert gegn-
blautur af svita.“
Augu Ismails urðu glær. Um leið og hann kom inn, seig hann
saman eins og hann hefði misst allan mátt úr fótunum.
Konan horfði á hann. „Sonur minn, kveldu þig ekki svona. Þetta er
gangur lífsins. Það er ekki hægt að deyja með þeim dánu. Zala var
góð kona, en það er ekkert við þessu að gera. Hresstu þig nú upp,
enginn deyr með þeim sem deyja. Hvaða maður ætli missi ekki konu
sína, og hvaða kona missir ekki manninn sinn? Einn af þúsund,
drengur minn, einn af þúsund. Þú verður að taka þessu. Líttu á
hvernig þú ert orðinn. Gerirðu þér það ljóst? Hugsaðu nú um sjálfan
þig. Við höfum verið svo áhyggjufull, við fréttum að þú gengir um
með barnið á handleggnum, syngjandi vögguvísur, alveg eins og
brjálaður maður. Frænda þínum leiddist svo að heyra þetta. Dag og
nótt sagði fólkið, gengur Ismail og syngur við barnið. Gerðu þér
þetta ekki, sonur minn.“
Andlit Ismails hafði lengst og dökknað. Augun ranghvolfdust, og
hann var allur torkennilegur að sjá, þar sem hann stóð á blautu
gólfinu, við diskarekkinn og hallaði sér upp að veggnum.
„Frænka," sagði hann, „góða frænka mín. Það er að gera út af við
mig. Gerðu það fyrir mig að láta það hætta að gráta. Gerðu eitt-
hvað.“
316