Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar þrekleg, svaf með höfuðið upp við dyrakarminn og fæturna dregna upp undir sig. Ismail stóð hreyfingarlaus og horfði með eymdarsvip á barnið sem enn var ekki hætt að vola. Konan reisti höfuðið varlega, en við það flaug flugnahópur á brott. Hún nuddaði augun en gat ekki komið auga á Ismail, sagði með lágri röddu: „Hvað er þetta? Hvers vegna kemurðu ekki inn, því stendurðu úti í sólskininu?“ Ismail heyrði ekki. Hann laut höfði og starði á barnið. Skuggi hans féll á dyrnar og á rykið fyrir framan þær, breiður skuggi sem nam hálfri mannslengd. Konan stóð upp, „Ismail, drengurinn minn, ert þetta þú?“ Hún tók barnið, Ismail hreyfði sig ekki. Barnið grét enn. „Svona barnið mitt, ekki gráta. Komdu inn Ismail. Þú hefur brunnið í sólinni, það er eins heitt og í helvíti. Komdu drengur minn, ólánssami drengurinn minn.“ Hún lagði barnið á slitna ábreiðu og tók um handlegg hans. „Komdu inn drengur, komdu sorgmæddi Ismail minn. Þú ert gegn- blautur af svita.“ Augu Ismails urðu glær. Um leið og hann kom inn, seig hann saman eins og hann hefði misst allan mátt úr fótunum. Konan horfði á hann. „Sonur minn, kveldu þig ekki svona. Þetta er gangur lífsins. Það er ekki hægt að deyja með þeim dánu. Zala var góð kona, en það er ekkert við þessu að gera. Hresstu þig nú upp, enginn deyr með þeim sem deyja. Hvaða maður ætli missi ekki konu sína, og hvaða kona missir ekki manninn sinn? Einn af þúsund, drengur minn, einn af þúsund. Þú verður að taka þessu. Líttu á hvernig þú ert orðinn. Gerirðu þér það ljóst? Hugsaðu nú um sjálfan þig. Við höfum verið svo áhyggjufull, við fréttum að þú gengir um með barnið á handleggnum, syngjandi vögguvísur, alveg eins og brjálaður maður. Frænda þínum leiddist svo að heyra þetta. Dag og nótt sagði fólkið, gengur Ismail og syngur við barnið. Gerðu þér þetta ekki, sonur minn.“ Andlit Ismails hafði lengst og dökknað. Augun ranghvolfdust, og hann var allur torkennilegur að sjá, þar sem hann stóð á blautu gólfinu, við diskarekkinn og hallaði sér upp að veggnum. „Frænka," sagði hann, „góða frænka mín. Það er að gera út af við mig. Gerðu það fyrir mig að láta það hætta að gráta. Gerðu eitt- hvað.“ 316
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.