Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 88
Tímarit Máls og menningar
Ismail minn. Þó einn trúi ekki, munu þúsund trúa. Það er ekki hægt
að loka munni fólks eins og maður dregur fyrir op á poka, drengur
minn. Ef einhver á bágt, eru allir tilbúnir að ráðast á hann. Það er sagt
að í þessum dimma kofa hafi vesalings Zala, fárveik, tekið barnið í
fangið og hringsólað hálfnakin, eins og vitfirringur. Megi þeim
hefnast fyrir þvaðrið. Æ, Ismail, æ, drengurinn minn.“
Ismail settist snöggt upp. Hann virtist ekki hafa verið að hlusta.
„Frænka,“ sagði hann, „í guðs bænum . . .“ Rödd hans var biðj-
andi, en þó mátti greina í henni reiðitón. „Fyrir alla muni, frænka,
dettur þér í hug að ég gæti hafa gert henni mein? Hún sem var stoð
mín og stytta. Stoð mín og stytta. Spurðu mig heldur. Hjarta mitt
brennur, það er eins og ég standi í ljósum logum. Eg get aldrei hætt
að sakna hennar. Hvað verður um mig nú þegar hún er horfin? Ætli
ég geti nokkurn tímann fundið einhverja henni líka, jafnvel þó ég
gangi heiminn á enda? Ætli það nokkuð? Spurðu heldur hvernig mér
líði. “
Augu Djennet gömlu fylltust af tárum.
„Engin var eins og Zala,“ sagði hún. „Hvar er hægt að finna slíka
konu? Aðeins ein slík kona var borin í heiminn og hún hvarf úr hon-
«
um.
Rödd Ismail virtist ckki koma frá honum sjálfum, heldur var eins
og hún kæmi úr veggnum, gólfinu eða einhversstaðar annars staðar
frá. Augu hans voru hálflokuð, og varla var hægt að greina hvítuna í
þeim frá augnlitnum. Undarlegur, það var hann . . .
„Frænka,“ sagði hann. „Þú verður að trúa mér, það er ekki mér að
kenna. Kona, sagði ég, Zala, það er svo stutt í fæðinguna. Farðu ekki
út á akurinn, sagði ég. Eg er einfær um þetta, ég get borið kornknipp-
in heint, sagði ég. Það er svo lítið eftir, svo lítið eftir. Hún hlustaði
ekki á mig. — Eg hef beðið svo lengi eftir þessum degi, sagði hún. Ur
því að ég er að vinna fyrir sjálfa mig, sagði hún, fyrst ég er frjáls og
vinn ekki hjá öðrum, get ég unnið þar til ég dett dauð niður. Ég skal
vinna þar til ég brýt í mér beinin. Það er fyrst nú í ár, sagði hún, sem
þú ert þinn eigin húsbóndi og vinnur ekki hjá öðrum. Ég hef beðið
árum saman eftir þessum degi. Að hugsa sér að vera meðeigandi í akr-
inum, sagði hún. Helmingurinn fyrir hann, helmingurinn fyrir okk-
ur. — Eg reyndi allt sem mér datt í hug, en hún fékkst ekki til að vera
heima. Þetta var hraust kona . . . En hún var komin að því að fæða.
318