Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 91
Barnið
Þetta var góður maður og hann sprautaði hana. — Gefðu henni
aðra til, bróðir, ég á Zölu svo margt að þakka. — Hann gaf henni
aðra. Húðin á henni var eins og límd við beinin . . . hún var ekkert
nema skinnið og beinin, já frænka, þannig var Zala orðin. Otrú-
legt . . . Ef þú hefðir séð hana með eigin augum, þá hefðir þú sagt: —
Þetta er ekki Zala. — Ef þú hefðir séð hana með eigin augum.
Eg settist aftur upp í kerruna í hádegishitanum. Það var eins og
jörðin öll væri að springa úr hita. Við lögðum af stað heim. Ef hún er
að deyja, sagði ég við sjálfan mig, þá er best að hún deyi heima. Það
var óbærilega heitt, hitinn var svo hræðilegur að það var eins og allt
stæði í ljósum logum.
Við vorum varla komin hálfa leið þegar Zala reis allt í einu upp við
dogg. Hún ætlaði að segja eitthvað, en höfuð hennar hné aftur út af.
Eg heyrði hana hvísla: — Við sem vorum loksins orðin . . ., barnið
mitt . . . Hún sagði það svo blíðlega, svo undur lágt . . .“
„Og hún sem var loksins farin að vinna fyrir sjálfa sig,“ skaut
Djennet inn í. „En örlögin ráða. Aumingja Zala mín.“
„Augu hennar ranghvolfdust. Eg sá að hún dró ekki lengur
andann. Ekkert hljóð heyrðist. Barnið var í fanginu á henni. Sólin
þrýsti sér inn í höfuðið á mér. Mér leið svo undarlega. Svo varð allt
svart. — Þegar ég rankaði aftur við mér, hvað sé ég, ég ligg á jörðinni,
þakinn ryki frá hvirfli til ilja og með verki um mig allan. Hestinn og
kerruna var hvergi að sjá. Eg stökk á fætur og hljóp af stað í óþolandi
hitanum. Ef hestarnir hafa nú dregið kerruna út í ána, hugsaði ég . . .
Ævi hennar hafði verið eintómt basl. Líkið má að minnsta kosti ekki
vanhelgast, sagði ég við sjálfan mig. Barnið má ekki verða fuglum og
úlfum að bráð, þótt það deyi sjálfsagt. Getur barn lifað án móður
sinnar? Það er nógu erfitt að halda lífinu í barni sem á móður.
A hlaupunum litaðist ég um til að jgá hvort barnið hefði dottið af
kerrunni einhvers staðar á leiðinni. Eg hljóp og hljóp, þar til ég sá
hvar fólk hafði safnast saman í miðju þorpi. Hvaða þorpi? Eg veit
það ekki. Það var bara þorp. Svo þéttur hópur fólks að saumnál hefði
ekki fallið til jarðar ef hún hefði verið látin detta ofan á þvöguna. Eg
heyrði orðið „dáin“, og tróðst inn í hópinn. Kerran var í miðjunni og
barnið enn í fangi móður sinnar. Andlit þess var þakið ryki, augun
lokuð. Konurnar grétu. Eg veit ekki hvað þorpið heitir. Konurnar
grétu og grétu.
321