Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 93
Barnib svo skrýtilega. Svo þægileg tilfinning niður bakið á mér. Eg vildi óska að það sygi svona allan daginn, að tíu börn sygju svona. Það er svo gott, svo þægilegt ..." Hún teygði úr sér. „Láttu ekki eins og bjáni,“ svaraði Djennet. „Okkur finnst það öllum.“ Þegar kvöldaði kom húsbóndinn heim, stór og þreklegur maður. Strárusl, korn og ryk loddu við sólbrennt andlit hans. „Ismail,“ byrjaði hann, „við höfum heyrt að þú gangir með barnið í fanginu nætur og daga, og að þú hljótir að vera orðinn vitlaus." Barnið lá á teppi við aðalstoð kofans. Það grét. Kona hans gaf honum merki og hann breytti um tón. „Er þetta ekki satt, Ismail? Við heyrð- um um ógæfu þína og fundum til með þér.“ „Náðu í Músdúlú, maður,“ sagði Djennet við bónda sinn. „Kona hans er með barn á brjósti, það er halta Emine líka. Svo er líka Huru, en hún á fullt í fangi með barnið sitt, auminginn. Kona Músdúlú hefur nóga mjólk, og hún er hreinleg kona. Sendu dreng til Músdúlú. Konan hans sagði mér að ef hann samþykkti það, myndi hún taka barnið á brjóst.“ Músdúlú kom skömmu síðar með drengnum sem sendur var. Hann var með skærrauðan hálsklút við dökkbláan jakkann; spánný derhúfa sat á vandlega greiddu hárinu. Sjalvar-buxurnar hans voru líka nýjar. Hann var í blankskóm og hafði stigið niður hælkappann. Frændinn tók hann við hönd sér og bauð honum sæti. „Sonur minn,“ tók hann til máls, „Músdúlú minn góði.“ Hann benti á barnið sem grét við stoðina. „Sjáðu þarna . . . Guð skyldi ekki ætla neinum slík örlög. En allt hefur sinn tilgang. Mannveran verður að þjást til þess að guð geti rétt hjálparhönd. Konan þín mjólkar nóg, hef ég heyrt. Nóg fyrir eitt eða tvö börn. Ismail mun ekkert spara. Hvað segirðu við því? Góðverk gleymast aldrei. Gerðu góðverk og hentu því í sjóinn, þó að fiskurinn þekki það ekki, þá mun guð þekkja það. Gerðu góðverk, guð mun launa þér.“ Músdúlú sat og horfði í gaupnir sér, beit saman þunnum vörunum og mælti ekki orð. „Sonur minn,“ hélt frændinn áfram, „þú veist að nú er mesti annatíminn, enginn heima. Engar konur, engin börn. Nú er illa ástatt fyrir Ismail. Hugsaðu þér, jafnvel steinhjarta gæti komist við. Vesa- lings maðurinn. Þvílík heppni fyrir hann að fá að vinna fyrir sjálfan 323
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.