Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 93
Barnib
svo skrýtilega. Svo þægileg tilfinning niður bakið á mér. Eg vildi óska
að það sygi svona allan daginn, að tíu börn sygju svona. Það er svo
gott, svo þægilegt ..." Hún teygði úr sér.
„Láttu ekki eins og bjáni,“ svaraði Djennet. „Okkur finnst það
öllum.“
Þegar kvöldaði kom húsbóndinn heim, stór og þreklegur maður.
Strárusl, korn og ryk loddu við sólbrennt andlit hans.
„Ismail,“ byrjaði hann, „við höfum heyrt að þú gangir með barnið
í fanginu nætur og daga, og að þú hljótir að vera orðinn vitlaus."
Barnið lá á teppi við aðalstoð kofans. Það grét. Kona hans gaf honum
merki og hann breytti um tón. „Er þetta ekki satt, Ismail? Við heyrð-
um um ógæfu þína og fundum til með þér.“
„Náðu í Músdúlú, maður,“ sagði Djennet við bónda sinn. „Kona
hans er með barn á brjósti, það er halta Emine líka. Svo er líka Huru,
en hún á fullt í fangi með barnið sitt, auminginn. Kona Músdúlú
hefur nóga mjólk, og hún er hreinleg kona. Sendu dreng til Músdúlú.
Konan hans sagði mér að ef hann samþykkti það, myndi hún taka
barnið á brjóst.“
Músdúlú kom skömmu síðar með drengnum sem sendur var.
Hann var með skærrauðan hálsklút við dökkbláan jakkann; spánný
derhúfa sat á vandlega greiddu hárinu. Sjalvar-buxurnar hans voru
líka nýjar. Hann var í blankskóm og hafði stigið niður hælkappann.
Frændinn tók hann við hönd sér og bauð honum sæti.
„Sonur minn,“ tók hann til máls, „Músdúlú minn góði.“ Hann
benti á barnið sem grét við stoðina. „Sjáðu þarna . . . Guð skyldi ekki
ætla neinum slík örlög. En allt hefur sinn tilgang. Mannveran verður
að þjást til þess að guð geti rétt hjálparhönd. Konan þín mjólkar nóg,
hef ég heyrt. Nóg fyrir eitt eða tvö börn. Ismail mun ekkert spara.
Hvað segirðu við því? Góðverk gleymast aldrei. Gerðu góðverk og
hentu því í sjóinn, þó að fiskurinn þekki það ekki, þá mun guð
þekkja það. Gerðu góðverk, guð mun launa þér.“
Músdúlú sat og horfði í gaupnir sér, beit saman þunnum vörunum
og mælti ekki orð.
„Sonur minn,“ hélt frændinn áfram, „þú veist að nú er mesti
annatíminn, enginn heima. Engar konur, engin börn. Nú er illa ástatt
fyrir Ismail. Hugsaðu þér, jafnvel steinhjarta gæti komist við. Vesa-
lings maðurinn. Þvílík heppni fyrir hann að fá að vinna fyrir sjálfan
323