Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 94
Tímarit Máls og menningar sig. Hann má ekki tapa öllu vegna þessa barns. Hvað segir þú, Músdúlú? Hefurðu ekkert til málanna að leggja, sonur?“ Músdúlú hreyfði sig ekki, en sat hljóður og niðurlútur. „Það er ekki á hverjum degi sem maður á kost á því að gera góð- verk,“ ítrekaði frændinn. „Vertu viss, guð mun áreiðanlega þlessa þig fyrir þetta. Þú opnar fyrir þér hlið himnaríkis. Ef konan þín gefur barninu ekki mjólk deyr það. Þú bjargar lífi, hjálpar því til að lifa. Sjáðu hvernig það grætur, eymdin litla. Getur hjarta manns dauf- heyrst við slíku?“ Músdúlú reis á fætur og gekk til dyranna. Hann steig öðrum fæti yfir þröskuldinn, sneri sér síðan við. „Veli aga,“3 sagði hann snöggt, „hver sagði þér að konan mín væri leiguþý? Hún er ekkert leiguþý.“ Hann rauk út í fússi. Ismail þaut á fætur og flýtti sér á eftir honum með framréttar hendur. „Bróðir, bróðir, gerðu þetta ekki, það er illa gert!“ Frændi hans greip um handlegg hans. „Góði, vertu ekki að þrá- biðja þennan tíkarson. Ekki einu sinni þó að líf sé í veði. Þú ert orðinn eins og kona, hvað hefur komið yfir þig? Barnið deyr þá bara,“ sagði hann og benti í átt til konu sinnar. „Þessi kona hefur jarðað sextán börn. Þau voru ekki lík þessu barni, heldur heilbrigð og falleg.“ „Drengurinn minn,“ sagði Djennet gamla. „Þú ert ekki með sjálf- um þér. Þetta er bara ungabarn . . . og ekki einu sinni mánaðargam- alt. Þú giftist aftur . . . Guð mun gefa þér önnur börn. Sé barninu ætlað að deyja, þá deyr það. Eg hef jarðað sextán. Hvernig hef ég tekið því? Eg hef gefið jörðinni svörtu sextán börn. Þú giftist aftur. Guð gefur þér önnur börn. Hafðu ekki svona miklar áhyggjur, barn- ið mitt. Það endar með því að þú veikist sjálfur, núna í sumarhitan- um. Og það á þessum annatíma. Gerðu ekki út af við þig.“ Andlit Ismails varð náfölt. Djennet breytti um svip, varð hugsi. „Bíðum við,“ sagði hún við sjálfa sig. „Bíðum við. Halta Emine, ein . . . Huru, tvær . . . Halta Emine, Huru . . . ekki fleiri. En mjólk þeirrar höltu er eitruð. Ekkert barna hennar hefur lifað. Eins lengi og 3 Aga hefur hér merkinguna eldri bróðir, er notað sem ávarpsnafn í virðingarskyni þegar menn ávarpa sér eldri menn. 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.