Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 96
Tímarit Máls og menningar bjargar lífi, það er mikið góðverk. Guð metur þig meira en áður, og þar að auki færðu allt sem þig langar í. Hvað segirðu um þetta, telpa mín?“ „Systir mín,“ sagði Ismail biðjandi röddu, „Emine systir mín, allt sem þú biður um skal ég gefa þér. Þó þú viljir fuglamjólk, skal ég verða þér úti um hana.“ Andlit Emine varð ennþá dekkra og skorpnara. „Veli aga,“ svaraði hún, „ég hef ekki einu sinni nóga mjólk handa mínu eigin barni. Borða ég nokkurn tímann nóg til þess að geta mjólkað almennilega?” Ismail tók á sig rögg: „Sjáðu nú til, góða Emine mín, þó þú viljir fuglamjólk, skaltu fá hana. Hvað segirðu við því? Svona nú, segðu iá-“ „Hvað get ég sagt, bróðir,“ svaraði Emine. „Þegar bóndinn kemur heim í kvöld, skulum við sjá til.“ Og hún sneri sér við án þess að gefa grátandi barninu sem lá á moldargólfinu nokkra mjólk og gekk út. Döndu litla kom hlaupandi inn. Hún tók barnið upp, sneri bakinu í þau og lagði það á brjóstið. Gráturinn þagnaði. „Þessi móðir mín,“ sagði hún í nöldurtón, „hún finnur alltaf eitthvað til að gera, þó að það sé ekkert að gera. Þessi móðir mín.“ Froskakvakið fyllti nóttina. Svalur vestanvindurinn sem blásið hafði síðdegis var nú genginn niður. I lofti blandaðist daunn af kúaskít við ýldulykt úr fenjunum. Himinninn var þakinn risastórum, glitrandi stjörnum. I nokkurri fjarlægð frá húsinu, úti í jaðri engisins, stóð gríðarhár hlynur. A hverri nóttu fylltist hann af storkum sem komu og röðuðu sér á greinar hans. Oteljandi hvítir storkar. Glamrið í goggum þeirra heyrðist af og til. Við hliðina á húsi frændans var skýli, mannhæðar hátt, gert úr staurum og vafningsviði.4 Undir gólfpalli skýlisins lágu jórtrandi nautgripir. Barnið lá hægra megin á pallinum, við hliðina á Djennet gömlu, og hélt áfram að gráta. Sú gamla ruggaði vöggunni án afláts. í hvert 4 Hér er átt við svokölluð sjardak skýli, sem notuð eru til að sofa í um sumar- tímann. f>au eru byggð úr fjórum hornstaurum, með gólfpalli nokkuð hátt uppi, og sefur fólk á pallinum en dýr undir honum. 326
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.