Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 98
Tímarit Máls og menningar „Ef þið sæjuð Ismail, hvernig hann lítur út! Hann er náfölur í framan!“ „Það er eins og hjartað í manni ætli að bresta!“ „Sú halta ætlar sjálfsagt að gleypa allt sem hann á, rýja hann inn að skinni. Það líður ekki á löngu þangað til hann verður aftur orðinn leiguþý!“ „Og þarf að vinna eins og skepna!“ „Eins og skepna!“ „Það er ósköp að sjá barnið.“ „Það deyr áreiðanlega." „Hann hefði frekar átt að skilja það eftir undir tré svo það yrði örnum að bráð heldur en að láta þá höltu fá það.“ „Henda því í ána . . .“ „Grafa það lifandi . . .“ „Já systir, svo sannarlega!" „Annan hvern dag kemur hann með poka á bakinu . . .“ „Já, hann kemur, hann Ismail!“ „. . . til þess að konan borði, segir hann, svo hún mjólki betur.“ „Hann sest víst við vögguna, horfir á barnið með eymdarsvip. Starir hreyfingarlaus. Segir ekki orð, starir bara frá því hann kemur og þar til hann fer. Alveg grafkyrr. Hreyfir sig aldrei.“ „Starir bara.“ „Vesalings maðurinn." „Hjarta hans er brostið." „Brostið." „Móðurlaus . . .“ „Móðurlaust barn getur ekki lifað . . .“ „Allt erfiði hans er til einskis . . .“ „Mjólkin er eitruð . . .“ „Ef hennar eigin börn hefðu lifað . . .“ „Það lifir ekki . . .“ Tíu dögum eftir að Emine tók barnið í fóstur, birtist hún og barmaði sér hástöfum við alla sem hún mætti: „Æ, æ, konur, hver hefur nokkurn tímann séð annað eins? Þau hentu barninu í mig. Það fær aldrei nægju sína af mjólk. Þvílíkur magi sem það hefur. Eg er að missa mitt eigið barn af því að fóstra þetta. Barnið mitt er komið með niðurgang. Það rennur niður af því 328
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.