Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 98
Tímarit Máls og menningar
„Ef þið sæjuð Ismail, hvernig hann lítur út! Hann er náfölur í
framan!“
„Það er eins og hjartað í manni ætli að bresta!“
„Sú halta ætlar sjálfsagt að gleypa allt sem hann á, rýja hann inn að
skinni. Það líður ekki á löngu þangað til hann verður aftur orðinn
leiguþý!“
„Og þarf að vinna eins og skepna!“
„Eins og skepna!“
„Það er ósköp að sjá barnið.“
„Það deyr áreiðanlega."
„Hann hefði frekar átt að skilja það eftir undir tré svo það yrði
örnum að bráð heldur en að láta þá höltu fá það.“
„Henda því í ána . . .“
„Grafa það lifandi . . .“
„Já systir, svo sannarlega!"
„Annan hvern dag kemur hann með poka á bakinu . . .“
„Já, hann kemur, hann Ismail!“
„. . . til þess að konan borði, segir hann, svo hún mjólki betur.“
„Hann sest víst við vögguna, horfir á barnið með eymdarsvip.
Starir hreyfingarlaus. Segir ekki orð, starir bara frá því hann kemur
og þar til hann fer. Alveg grafkyrr. Hreyfir sig aldrei.“
„Starir bara.“
„Vesalings maðurinn."
„Hjarta hans er brostið."
„Brostið."
„Móðurlaus . . .“
„Móðurlaust barn getur ekki lifað . . .“
„Allt erfiði hans er til einskis . . .“
„Mjólkin er eitruð . . .“
„Ef hennar eigin börn hefðu lifað . . .“
„Það lifir ekki . . .“
Tíu dögum eftir að Emine tók barnið í fóstur, birtist hún og
barmaði sér hástöfum við alla sem hún mætti:
„Æ, æ, konur, hver hefur nokkurn tímann séð annað eins? Þau
hentu barninu í mig. Það fær aldrei nægju sína af mjólk. Þvílíkur
magi sem það hefur. Eg er að missa mitt eigið barn af því að fóstra
þetta. Barnið mitt er komið með niðurgang. Það rennur niður af því
328