Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 101
Barnið twggja horaðra jarpra hesta um leið og hann stýrði þeim hring eftir hring yfir stráin sem enn voru óbrotin. Loftið var mettað af ryki úr hálmi og þurru heyi, svo að sveið í hálsinn. Ismail beygði sig niður að barninu sem hafði legið grátandi í skugga kornstabbans, og ýtti upp í það brennivínsflösku með gúmmítúttu, fullri af mjólk. Barnið þagnaði og byrjaði að sjúga rólega. Ismail lagðist á annað hnéð á jörðina. Andlit hans var óþekkjanlegt fyrir ryki og strárusli, djúpt örið sem lá frá kinnbeini niður á höku var fullt af rusli. Um hálsmálið á rifinni skyrtunni sást í loðna bringuna. Ismail var í svitabaði. Hann fór úr skyrtunni og lagði hana á óþresktu stráin án þess að sleppa pelanum sem barnið drakk úr. Andardráttur hans kom í hviðum eins og blásið væri í fýsibelg. „Mehmet, komdu,“ kallaði hann til drengsins sem snerist á þreski- vélinni. „Komdu og borðaðu matinn þinn.“ Mehmet skildi hestana eftir við grasbing svo þeir gætu líka fengið sér í svanginn, og kom. Hann opnaði nestispokann sinn. Ismail borðaði með annarri hendi, með hinni hélt hann um flöskuna. Jafnskjótt og hann reyndi að draga flöskuna til sín, fór barnið að gráta. Það gat Ismail ekki afborið. Mehmet talaði stöðugt á meðan hann borðaði: „Heyrðu, Ismail frændi, það var drengur í þorpinu okkar . . .“ Hann benti á barnið. „Hann var víst alveg eins og þessi. Móðir hans var dáin, og hvert sem faðir hans fór, bar hann barnið í fanginu. Hann var fátækur og enginn vildi gera honum greiða. Mamma sagði mér þetta. Enginn til að hugsa um barnið og það var að deyja úr hungri, deyja úr gráti og sulti. Deyja í fanginu á föður sínum. Þessi drengur, hann er núna kallaður sonur Kúrdans. Mamma segir að pabbi hans sé ekki Kúrdi eða neitt svoleiðis . . . Það segir mamma. Eina nóttina vafði faðirinn barnið í gamlan poka, og skildi það eftir við brunninn í miðju þorpinu. Svo hvarf hann bara. Það var Kúrda- stúlka sem ól hann upp. Faðir hans flýði víst. Hann kom víst aldrei aftur til þorpsins, allir gleymdu honum. Annars veit ég það ekki, mamma sagði mér þetta.“ Ismail reis snöggt á fætur. Stráin sem loddu við bringuhár hans glitruðu í sólskininu. Hann þreif skyrtuna sína sem var orðin þurr og flýtti sér í hana. Greip barnið og hélt af stað. 331
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.