Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 105
Barnið
Rödd hennar var eins og ætluð til að róa grátandi börn, angurvær og
blíð og náði beint til hjartans.
Þegar sólin hækkaði á lofti, kallaði hún til Huru og bað að börnin
yrðu færð nær henni svo hún gæti hallað sér yfir þau. I hvert skipti
spurði hún Huru hvort sólin næði að skína á börnin.
Þegar sólin er í hádegisstað, og steikir sléttuna óendanlegu, þá er
útilokað að snerta moldina með hendi eða ganga berfættur. Jurtirnar
drúpa höfði og baðmullarplönturnar linast upp. Þá setti blinda konan
börnin í kjöltu sér og grúfði sig yfir þau. Hefði hún ekki sungið
vögguvísu, og róið hægt til hliðanna, hefði maður haldið að hún væri
sofandi.
Barnið mitt þú sefur nú, svona, svona
I garði fínum gengur þú, svona, svona
Barnið mitt ég svæfi þig, svona, svona
Barnið mitt ég sótti þig, svona, svona
Ur grænni vöggu náði í þig, svona, svona
Móðurlaust er barnið blítt, sussu, sussu
Barni verður aldrei hlýtt, svona, svona
Um leið og hún söng strauk hún fætur barnsins sem lá hægra megin í
kjöltu hennar.
Barnið mitt þú sefur nú, svona, svona
I dýrri höllu dvelur þú, svona, svona
Sólin hellti sér yfir þau, steikti þau og þurrkaði, en gömlu konunni
tókst að verja andlit barnanna fram á daginn. Um fimmleytið náði
hitinn tökum á henni. Vesalings konan engdist og veltist um á
jörðinni, titraði og skalf í löngum krampaflogum í heitri moldinni.
Þannig gekk það, alla daga eins. Gamla konan varði börnin fyrir
sólinni fram á daginn, en seinnipartinn . . .
Svona héldu þær áfram, uns búið var að stinga upp nær alla ekruna.
Það var bara einn smá blettur eftir, agnarlítill blettur . . . En við því
varð ekkert gert.
»» »*
'i 't
Slæmar fréttir berast fljótt. Ismail hafði lokið við að þreskja upp-
skeruna sína og var að koma korninu fyrir þegar hann frétti það.
Hann varð skelfingu lostinn.
335