Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 113
Mabur orbanna voru líka ógrynni af fiðrildum, hjartardýrum og jafnvel gazellum. I dag er allt horfið. Náttúran hefur aldrei upplifað þvílíkan harmleik, mennirnir ekki heldur. En ég álít að harmleikurinn sé ekki örlög okkar. Það er hægt að komast fram úr forlögunum, og það reyni ég að gera í bókum mínum. Ég er rithöfundur sem læri af reynslunni, og eftir því sem ég næ betur valdi á ritlist minni, finn ég að það sem koma skal er form sem sameinar gríska forlagatrúararfinn og nútíma harmleikinn um firringuna. I sídustu sögu ybar sem þýdd hefur verið á frónsku: Ef þeir deyða högg- orminn, er söguhetjan unga, Hassan, neyddur af sínu fólki til að drepa móður sína svo heiðri fjölskyldunnar verði hjargað. Er þetta lofgjörð um hefndina ? Nei, þetta er bók um samviskubitið, eða öllu heldur um samviskuleysið. Hinn vestræni heimur er alltaf að tala um samviskubitið, en hversu margir morðingjar ganga ekki lausir og eiga bíla, hús og börn? Það eru til morðingj- ar sem undirbúa þriðju heimsstyrjöldina, en það aftrar engum frá því að lifa því allir gleyma. I lok bókarinnar er Hassan ríkur maður, hann á marga traktora, lifir þægilegu lífi, hann hefur gleymt glæpnum sem hann framdi. Hassan er eins og allir aðrir, hann er eins og ég og þú, við megum ekki blekkja sjálf okkur. Hassan, það er nútímamaðurinn án samviskubits, hann hefur drepið móður sína, uppruna sinn og þannig að vissu leyti gert út af við minni sitt. Ég tek bölsýnasta raunveruleika fram yfir prúðbúna lygi. Ef paradísin verður ekki til nema úr lygum, þá kýs ég heldur helvíti raunveru- leikans. Sama hugmyndin gengur sem rauður þráður gegnum allar skáldsögur yðar, sú að þér horfið upp á endalok þúsund ára gamallar menningar sem týnir sálu sinni í óbeislaðri iðnvteðingu. Hvernig er hægt að sætta arf þess liðna og nútímann? Með því að byggja brú á milli þeirra. Besta leiðin til að horfast í augu við framtíðina er að vita vel hvaðan maður kemur. Þjóð sem missir minnið er deyjandi þjóð. Maðurinn er samsafn, eins og náttúran, á sama hátt og talað er um samsafn auðæfa. Tökum sem dæmi þetta hérað í Tyrklandi. Það er hluti af mannkyninu, staður þar sem orðið hafa til óteljandi ævintýri. Sagan líður ekki hjá eins og vatn sem rennur yfir marmara. Hún skilur eftir setlag. Og maðurinn er gerður úr þessum setlögum. Sagan öll getur þannig litið út eins og jarðskorpa sem á hafa sest mismunandi setlög. Sagan, og þar af leiðandi tíminn. Tíminn er yfirborð sem setlögin hafa safnast saman á. Tíminn, það er ekki sól sem rís og sest, ekki þessi afstæði og flýjandi tími, tíminn, það er þetta samsafn minninga, reynslu, atburða og breytinga. Sorgarleikur okkar tíma er að svona tímaskynjun er ekki tekin gild leng- ur. 343
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.