Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar En eru þá traktorarnir sem fylla Tjúkúróvasléttuna hópum saman aðeins eitt setlag í viðbót? Að sjálfsögðu. Eg er umhverfisverndarmaður, en ég er alls ekki á móti tækninni sem slíkri, aðeins á móti því kerfi sem leyfir fáránlega notkun tækninnar. Munurinn á arðráni á manni og á náttúru er sá að náttúran getur hvorki farið í verkfall né gert byltingu. Eina uppreisnin sem náttúran getur leyft sér er að gera sig að eyðimörk, eins og nú á sér stað í nokkrum heimshlutum. Án þess að ég sé vanur að nota þversagnir, held ég að nú á tímum sé það tæknivæðingin ein sem er fær um að bjarga náttúrunni og í þeim tilgangi á að nýta hana. Enda þótt söguhetjur yðar séu oftast fólk sem þjáist, drepur hvert annað, harðstjórar eða þrælar, er ein persóna sem heldur velli gegnum allar bækur yðar, hátignarleg, stórkostleg, ég á við náttúruna. I mörg ár var ég gæslumaður á hrísgrjónaekrum. Til þess að rækta hrís- grjónaakrana hafði á verið veitt úr farvegi sínum eða öllu heldur hafði verið byggð stífla og frá henni lágu áveituskurðir. Upp í móti. Áin hafði verið mjó spræna sem rann niður Tárusfjöllin. Vatnið var svo tært að hægt hefði verið að lesa opna bók ef hún hefði legið á botninum. Tvisvar í viku fór ég í yfirlitsferð meðfram stíflunni og skurðunum. Bændurnir komust ekki leng- ur að ánni og hún var orðin að dýi, það var sannkallaður harmleikur fyrir þorpsbúana. Þetta var í fyrsta sinn sem ég skynjaði náttúruna. Þegar ég var átján ára vildi ég skrifa bók um þessa á. Um enga aðra á, bara þessa, því engin er eins. Það var fullt af öðrum lækjum sem komu úr Tárusfjöllum og runnu í átt að Miðjarðarhafi, um sléttuna, en enginn var öðrum líkur. Hver og einn átti sinn eigin persónuleika: sitt rennsli, sínar steinvölur, sínar bugður, sitt hjal, sína skugga, sína íbúa, sína duttlunga . . . Það var á þessum árum, þegar ég svaf undir berum himni á milli trjánna, að ég uppgötvaði nokkuð merkilegt: hver einasti skiki af náttúrunni á sér sál og þessi uppgötvun breytti viðhorfi mínu til hennar fyrir fullt og allt. Það er af þessari ástæðu sem náttúran er eins og hver önnur söguhetja í öllum skáldsögum mínum. Það er nœstum htegt að segja að hún sé eina uppspretta gleðinnar. Ef til vill. Maður fæðist, maður deyr, og hvers vegna ætli maður haldi svo fast í lífið? Ef þú lest sagnaljóðin miklu, Hómer eða ævintýrin úr Þúsund og einni nótt, nú og jafnvel söguna um son blinda mannsins, þá eru það allt þakkar- og gleðisöngvar, þrátt fyrir drápin og morðin. Við munum deyja, en til allrar hamingju erum við lifandi. Gleði, ljós, bjartsýni, ef tilveran væri ekki þetta gleðióp, hvernig gæti maðurinn lifað af stríð, glæpi og farsóttir? Tilveran er skáldskapur, það er hún sem er ljóðræn. Mín lýrík er fólgin í því að ég elska manninn og náttúruna af öllu hjarta. Bölsýnin er veiki sem 344
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.