Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 118
Umsagnir um bækur
MEIRA ÚR AFAHÚSI
Nýjasta bók Guðrúnar Hclgadóttur,
Sitji guðs englar (Iðunn, 1983), gerist í
litlum bæ í scinni heimsstyrjöldinni
miðri. Sögutími er frá hausti og framyfir
jól. Bærinn minnir á heimabæ Guðrúnar
sjálfrar, Hafnarfjörð, þar sem hann kúrir
„í boga fyrir fjarðarbotninum" og fyrir
ofan hann gnæfir nunnuklaustrið.
Parna er Iifað svipuðu lífi og í öðrum
bæjum við sjó á íslandi á þessum tíma.
Heimilisfeður eru „landmenn eða sjó-
menn“, konurnar eru heima, hugsa um
börn og bú og þvo kannski af öðrum til
að drýgja naumar tekjur. Börnin eru í
skóla cn annars draga störf þeirra dám af
fullorðna fólkinu, strákarnir reyna að
kynnast atvinnulífinu og störfum karl-
mannanna, stelpurnar passa og stússast í
húsverkum með mæðrum sínum.
En ró þessa hálfsofandi bæjar hefur
þó verið illilega raskað nokkru áður en
sagan hefst. I Klaustrinu fyrir ofan hann
búa ekki nunnur lengur því ameríski
herinn hefur lagt það undir sig og hefur
meiri áhrif á bæjarbraginn en nunnurn-
ar. Aður voru margir landmenn atvinnu-
lausir en nú hafa allir sem vilja vinnu hjá
hernum, meira að segja Alli lati sem
skipti við það um viðurnefni og er nú
kallaður Alli hamhleypa. Gyða í Þóru-
koti fer að þvo af hermönnunum og fær
sér falskar tennur eftir langvarandi tann-
leysi, konan hans Barna-Lauga er komin
í silkisokka og með permanent í hárið.
Karlarnir græða peninga, konurnar
græða nýtt líf.
íbúar bæjarins rúmast furðu margir á
síðum þessarar stuttu bókar, enda kann
Guðrún að bregða upp myndum af fólki
með fáum orðum, skrítnu tilsvari eða
stuttri skrítlu. Best kynnumst við þó
fjölskyldunni I húsinu númer 2 við
ónefnda götu, afa, ömmu, pabba,
mömmu og börnunum sex sem verða sjö
í bókinni. Efni sögunnar er einkum
margvísleg atvik sem koma fyrir þau
þessa haust- og vetrardaga.
Sögumaður og fólkið á númer 2
Sagan byrjar í svefnherbergi uppi á lofti
þar sem afi er að svæfa börnin sex á sinn
sérkennilega hátt. Amma fylgist með í
næsta herbergi af nokkurri vandlætingu.
Sögumaður er yfir og allt um kring og
kynnir smám saman allan hópinn til
sögu eftir því sem krakkarnir bæra á sér.
Einu barni sleppir hann þó.
I öðrum kafla víkkar sögusviðið,
pabbi og mamma bætast í hópinn — og
elsta barnið Heiða sem vantaði. Sögu-
maður talar hér stundum fyrir munn
barnanna sem hóps („krakkarnir vissu
vel hvað hún var að gera“) og verður
eftir hjá ömmu í lok kaflans. Það er eins
og hann hafi ekki enn valið sér sögu-
hetju. En frá og með þriðja kafla er
Heiða, Ragnheiður Oddgeirsdóttir, ell-
348